Chelyabinsk loftsteinninn sem féll í dag

 

 

ChelyabinskÞað er furðuleg tilviljun, að aðeins um 12 tímum áður en loftsteinninn eða smástirnið 2012 DA14 smýgur framhjá jörðu, þá skellur á loftsteinsregn í Síberíu. Þetta gerðist í morgun í borginni Chelyabinsk, sem er staðsett á kortinu til hliðar.  Fréttir herma að 400 til 500 manns hafi slasast vegna skemmda á byggingum, en ekki er talað um nein dauðsföll.  Loftsteinninn var á ferð frá austri til vesturs, en smástirnið 2012 DA14 verður seinna í dag á ferð frá siuðri til norðurs yfir þetta sama svæði.

Gigur eftir loftsteininn hefur fundist í ísnum á stöðuvatninu Chebarkul, rétt við borgina Chelyabinsk.  Það eru margar ótrúlega góðar stiklur af þessu atviki á YouTube, sem sýna slóðina þegar loftsteinninn brennur upp í lofthjúp jarðar og hljóðbylgjuna frá sprengingunni sem þá verður.  Það er hljóðbylgjan, sem veldur skemmdum, býtur rúður og veggi húsa.

Þetta minnir okkur óþægilega mikið á Tunguska sprenginguna, sem varð í miðri Síberíu árið 1908, en það er einn stærsti árekstur smástirnis við jörðu á síðari tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég hugsaði einmitt þetta sama í morgun. Ég var jafnvel að pæla í því hvort stjörnufræðingar hefðu gert mistök við útreikninga á 2012 DA14. Það verður spennandi að sjá hvort eitthvað meira gerist í dag - þó maður harmi auðvita öll slys.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 11:52

2 identicon

Þetta hefur verið ansi magnað (held að þetta séu myndirnar).

http://www.youtube.com/watch?v=hw_FbMTMVoY

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband