Loftsteinn 2012 DA á ferðinni!

2012da.gif

 

Í dag, 15. febrúar,  fer loftsteinninn 2012 DA nærri jörðu.  Hann er um 40 til 50 metrar í þvermál, svona eins og Alþingishúsið að stærð og verður í aðeins 28,5 þúsund km fjarlægð  frá jörðu áður en hann sveiflast aftur langt út í geiminn.  Loftsteinninn flýgur því framhjá milli tungls og jarðar. Brautir steinsins og jarðar eru sýndar á myndinni til hliðar.  Hann mun vera yfir norðurhveli jarðar um kl. 1930 á föstudag, á norðurleið en mun sennilega ekki sjást á Íslandi.  Steinninn mun hinsvegar skjótast í gegnum svæði þar sem mikið er af gervihnöttum, þar á meðal þeim, sem þjóna GPS kerfinu.  Ekki er útilokað að hann kunni að valda truflunum eða skemmdum á slíku dóti á ferð sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það verður spennandi að fylgjast með þessu í dag. Sérstaklega með hliðsjón af loftsteinaregninu í Rússlandi í morgun. Þetta er frekar óvenjuleg tilviljun miðað við það sem ég hef lesið um þessi fræði. En það er líka ekki ýkja langt síðan menn fóru að hafa svona mikla þekkingu um geiminn, hvað þá senda menn út í geiminn (þ.e. miðað við aldur jarðar og sögu mannkyns).

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 09:07

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hæðstu GPS tunglin eru í 26700 kílómetra hæð frá miðju jarðar eða rúmlega 20000km hæð frá jörð. þannig að þessi steinn mun að líkindum aldrei fara inn á svæðið sem þau eru á þó hann farai næst þeim í tæpa 2000 km.

Guðmundur Jónsson, 15.2.2013 kl. 10:23

3 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég las það reyndar að 2012 DA14 verði 27.700 km frá jörðu og innan við 6.000 km frá ystu gervihnöttum en það eru veðurhnettir (ca. 33.000 km hæð frá jörðu). GPS hnettirnir og aðrir hnettir eru mun nær jörðu, eins og þú tekur fram.
Til samanburðar er alþjóðlega geimstöðin (ISS) aðeins í 330 km til 410 km hæð.

Sumarliði Einar Daðason, 15.2.2013 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband