Kolmónoxíđ í eldgosum

EyjafjallajökullKolmónoxíđ gas er eitrađ.  Ţađ berst sem útblástur úr bifreiđum og öđrum vélum, sem brenna benzíni eđa olíu og einnig viđ bruna á kolum. Kolmónoxíđ (CO) var komiđ í hćttulega hátt magn viđ sumar ađalumferđaćđar í Reykjavík í lok tuttugustu aldar, en ţá komu lög og reglugerđir varđandi lögleiđingu hvarfakúta á bíla eftir 1995, og síđan hefur dregiđ verulega úr kolmónoxíđ mengun.  Heilsuverndarmörk á kolmónoxíđ eru nú 10 mg/m3.  Hátt magn af kolmónóxíđi brýtur niđur hemóglóbín blóđsins og veldur dauđa.

Kolmónoxíđ berst einnig upp á yfirborđ jarđar í eldgosum. Ţađ er töluvert magn af bćđi CO2 og CO í eldfjallagasi og sennilega er miklu meira af CO en menn gerđur sér grein fyrir. Hćttulegt CO breytist hratt í tiltölulega meinlaust CO2 í andrúmsloftinu viđ oxun.

Nú hefur CO í eldgosum veriđ mćlt í fyrsta sinn úr gervihnetti. Ţađ gerđu Martínez-Alonso og félagar í sprengigosunum í Eyjafjallajökli áriđ 2010 og Grímsvötnum áriđ 2011.  Ţeir beittu Terra gervihnettinum frá NASA viđ ţessar mćlingar.   Kolmónoxíđ Eyjafjallaj.

Fyrsta myndin sýnir dreifina af ösku og gasi sem barst suđur frá Íslandi í gosinu í Eyjafjallajökli hinn 11. maí 2010.  Gosmökkurinn er greinilegt brúnt strik, sem stefnir til suđurs.  Önnur myndin sýnir hins vegar mćlingar á kolmónoxíđi  frá gervihnetti hinn 19. apríl 2010.   Gulu og rauđu svćđin eru hćstu gildin af CO í mekkinum.  Enda ţótt kolmónoxíđ sé sjáanlegt og mćlanlegt í gosmekkinum, ţá er ţađ samt langt undir hćttumörkum.  En niđurstöđurnar sýna hvernig tćknin er ađ valda stórkostlegri byltingu í eftirliti međ eldgosum og áhrifum ţeirra.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viđ erum alin upp viđ heilbrigđan ótta viđ CO en á sama tíma höfum viđ lengst af umgengist H2S sem "saklausa hveralykt".

-Ţađ góđa viđ lyktina er ađ viđ verđum vör viđ H2S í litlu magni á međan CO er lyktarlaust.

Brennisteinsvetniđ er ţó í raun eitrađra en kolmónoxíđ, ţađ hvarfast hrađar viđ hemóglóbín en CO og er ţar ađ auki virkt taugaeitur sem CO er ekki.

Margföldun á losun H2S í Bjarnarflagi, -í 3 Km fjarlćgđ frá grunnskóla!, er ein groddalegasta framkvćmd sem áćtuđ hefur veriđ á Íslandi síđan hćtt var viđ ađ veita Skjálfandafljóti í Mývatn.

Sigurđur Sunnanvindur (IP-tala skráđ) 8.2.2013 kl. 16:09

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband