Obama tekur loksins af skarið í loftslagsmálum


 

ObamaÍ gær, þegar Obama tók embættiseið sem forseti Bandríkjanna, var eitt atriði mikilvægast í ræðu hans. “Við munum bregðast við hættunni sem blasir nú við vegna loftslagsbreytinga, þar sem við vitum að annars erum við að svíka börn okkar og kynslóðir framtíðarinnar.”  Í ræðu hans voru átta setingar um loftslagsbreytingar, eða meiri umfjöllun en um nokkuð annað efni.  Eins og aðrir stjórnmálamenn, þá hefur Obama til þessa forðast umræður um loftslagsbreytingar eins og heitan eldinn.  Áhrif olíufélaganna í Washington eru gífurleg en nú hefur hann engu að tapa í þessu efni. Hann gengur ekki eins langt og Al Gore gerði fyrir tíu árum, en þessi ræða lofar góðu um önnur viðhorf í orkumálum vestra.  Ef Obama myndar nú ákveðna stefnu í orkumálum, dregur úr losun koltvíoxíðs og vinnu á annan hátt að málum sem varða loftslagsbreytingar næstu fjögur árin, þá verður það tvímælalaust stærsta og merkasta arfleifð hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Al Gore einn mesti hræsnari sem uppi hefur verið.

Núna um daginn gekk Al Gore frá sölu á sjónvarpsstöð sem hann átti hlut í fyrir $500 miljónir.

Hverjir voru kaupendurnir?

Olíupeningar frá Doha Qatar.

Al Gore er frægur fyrir "do as I say, not as I do." af því þessar mengunar reglur gilda ekki fyrir hann, heldur alla aðra.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 22.1.2013 kl. 20:11

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Obama lofar góðu fyrir mannkyn!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.1.2013 kl. 21:57

3 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Mér er ekki ljóst hvað verzlunarviðskifti Al Gore´s hafa með þetta mál að gera. Hann er kapítalisti, en svoe er einnig Obama að sjálfsögðu.

Haraldur Sigurðsson, 22.1.2013 kl. 22:03

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef að Al Gore er svona mikið á móti olíbrenslu af hverju þyggur hann þá peninga olíu manna, og þú sérð ekkert athugavert við það?

Al Gore ferðast um í einkaþottu, kanski ekkert skrítið við það, en að nota þotu sem brennir meira eldsneiti en aðrar þotur, finnst þér ekkert athugavert við það?

Al Gore býr í mjög stóru húsi og þau eru bara tvö, rafmagnsnotkun á húsinu er gífurlega og carbon print á húsinu bæði til kælingar og uphitunar og annara rafmagnsnota er mikið stærra heldur en hjá öðrum fjölskyldum. Þér finnst ekkert athugavert við það?

Svona gæti ég haldið áfram og bent á dæmi að Al Gore does not practice what preaches.

Þegar maður predikar yfir öðrum hvað þeir eiga að gera en ger öfugt við það sjálfur, þá er maðurinn hræsnari.

Til dæmis; ef að maður er að reina að fá einhverja til að hætta að drekka áfengi en er svo fyllibita sjálfur, væri hann ekki hræsnari?

Og að Obama sé kapítalisti er það sama og segja að páfinn sé muslimi. Það er ekkert kapítlízkt í stefnuskrá Obama. Hann er að reina að koma öllu undir stjórn Ríkisins. Það er kallað komónisti, socialisti at best.

Nei það er ekkert kapítalískt um Obama, hlustaðu á hann og lestu um hann. Allt sem kemur frá Obama er að gera Ríkið stærra og að vera með puttan í öllu, jafnvel í stjórn hjá einkafyrirtækjum.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 23.1.2013 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband