Loftslagsbreytingar á öðrum hnöttum
19.12.2012 | 18:56
Stundum heyrir maður þetta: Já, en það eru loftslagsbreytingar og hnattræn hlýnun í gangi á öðrum hnöttum: Það getur auðvitað ekki verð af manna völdum, og þess vegna er hnattræn hlýnun á jörðinni bara eðlilegt og náttúrulegt fyrirbæri. Á þennan hátt vilja sumir reyna að afgreiða umræðuna um hnattræna hlýnun jarðar af mann völdum. Þetta er alröng rökfærsla, sem mig langar til að fjalla um lítið eitt hér. Auðvitað eru loftslagsbreytingar á öðrum hnöttum, alveg eins og þær, sem voru ríkjandi á jörðu fyrir uppruna mannsins og fyrir iðnbyltinguna á átjándu öldinni. Síðan höfum við mannkynið verið að dæla út miklu magni af koldíoxíði og öðrum gösum, sem hafa djúpstæð áhrif á loftslag og umhverfið allt. Tökum til dæmis plánetuna Mars. Þar hafa gengið yfir ísaldir öðru hvoru, alveg eins og á jörðu, en ekki á sama tíma. Eins og jörðin, þá hefur Mars sólbaugshalla: þ.e. snúningsmöndull plánetunnar er ekki þvert á braut hennar umhverfis sólu. Á jörðinni er sólbaugshallinn (obliquity) nú um 23,4 gráður. Þessi halli er auðvitað ástæðan fyrir árstíðum á jörðu. Á Mars hefur sólbaugshallinn sýnt miklar sveiflur undanfarnar 3 milljónir ára, eða allt að 35 gráður, eins og sýnt er á fyrstu myndinni. Á myndinni eru stóru sveiflurnar ferill plánetunnar Mars, en litlu sveiflurnar eru fyrir jörðina. Á Mars var ísöld á þeim tíma, sem eru sýndur með gráum lit á myndinni, en hlýskeið annars. Auk þess er braut Mars umhverfis sólu sporöskjulaga og af þessum sökum hafa miklar loftslagsbreytingar átt sér stað á rauðu plánetunni. Þar hafa skiftst á ísaldir og hlýskeið, eins og á jörðu. En það er töluvert hlýrra á Mars í dag en gert hafði verið ráð fyrir. Jeppinn Curiosity hefur verið á ferðinni á yfirborði Mars síðan hann lenti hinn 5. ágúst og stöðugt skráð hitastig. Mælarnir sýna allt að 6 stiga hita á daginn, rétt fyrir sunnan miðbaug, en á nóttinni fellur mælirinn niður í um mínus 70 stig. Hitinn er því ekki óbærilegur. En þunna loftið er vandamálið og á Mars er það aðeins um 1% af lofti jarðar. Nú hafa sumir vísindamenn stungið uppá að það sé hægt að bæta og auka andrúmsloft á Mars með því að hita upp jarðveginn og jarðmyndanir nærri yfirborði með kjarnorkuafli. Þannig væri hægt að skapa lofthjúp, sem menn gætu búið við. Það er mikið magn af ís í jarðveginum, svo þetta kann að vera fært. En aðdráttarafl plánetunnar er aðeins brot af því á jörðu. Sýður þá ekki gasið beint út í geiminn? Á Mars er lausnarhraði um 5.027 km/sek. Þetta er sá hraði, sem reikul efni þurfa að hafa til að losna úr viðjum aðdráttarafls plánetunnar og sleppa út í geiminn. Það er sá hraði, sem eldflaug þarf að ná, til að sleppa út fyrir aðdráttarafl plánetunnar. Á jörðu er lausnarhraðinn helmingi hærri en á Mars. Í gasi eru allar frumeindir á sífelldu iði og á fleygiferð. Önnur myndin sýnir hraða fyrir mólekúl af súrefni O2 á Mars, reiknað við um 7 stiga hita. Þar kemur í ljós að hann er um eða innan við 1000 metra á sekúndu fyrir megnið af súrefni og því langt fyrir neðan 5 km/sek. lausnarhraða plánetunnar. Það er því tæknilega hægt að framleiða andrúmsloft á Mars, ef næg orka er fyrir hendi.
Staðhæfingar um að núvernadi hnattrræn hlýnun jarðar sé af náttúrlegum öflum eru því fjarstæða. Stærsta náttúrulega aflið er auðvitað sólin. Sumir (þeir eru reyndar örfáir) telja að hnattrænu breytingarnar séu vegna misumnandi geislunar sólarinnar. Auðvitað er sólin stærsta orkulind okkar. Hún gefur ylinn með sólskininu og einnig hefur sólin skapað þá jarðolíu og jarðgas, sem við brennum. Það eru aðeins jarðhitinn og kjarnorkan, sem eru óháð sólarorkunni. Við vitum vel að sólorkan er ekki stöðug, heldur sveiflast hún í bylgjum, eins og myndin til hliðar sýnir. Takið eftir að sólorkan er sýnd sem Wött á hvern fermeter. Þetta er orkan sem berst að ytra borði lofthjúps jarðar. Aðeins partur af þessu nær niður á yfirborð jarðar. Myndin sýnir einnig hvernig meðalhiti hefur breyst á jörðu á sama tíma. Síðan um 1980 hefur ekkert samhengi verið í sólargeislun og hitaferli á jörðu. Hnattræn hlýunun er ekki vegna breytinga í sólinni, heldur af okkar völdum. Sama er að segja um aðra geimgeisla. Þeim hefur ekki fjölgað á þeim tíma sem hlýnar hér á jörðu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC), sem nýlega lak út til vísindamanna, en er enn óbirt.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Jarðsköpun, Loftslag, Mars | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Athugasemdir
Er nú verið að afvegaleiða umræðuna um "frostlöginn í síldinn" Haraldur minn? Það virðist vera æði erfitt fyrir innvígða heimsendaspámenn að viðurkenna undirkælinguna í Kolgrafafirði, hvað þá 16 ára stöðvun meintrar hnatthlýnunar og nýlegar vísbendingar um að það sé að byrja að kólna aftur á jörðinni.
Þá virðist vera betra að bregða sér í ímyndaða vísindaferð til fjarlægra hnatta!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 19.12.2012 kl. 21:08
Hér er fróðleg grein um tilraunir "efasemdamanna" til að rangtúlka það sem stendur í skýrslunni sem lak, sjá Bid to heap blame on sunspots for climate change has backfired
Ég sé að Hilmar er enn að fabúlera um meintu stöðvun hnatthlýnunar - sem er að sjálfsögðu enn ein rangtúlkun úr herbúðum "efasemdamanna". Ekki að það breyti neinu varðandi skoðun Hilmars, þó gögnin verði lögð á borðið, en hér er allavega fróðleg grein um þessar röngu fullyrðingar um stöðvun hnatthlýnunar sem koma (í þetta skiptið) frá David Rose sem skrifar pistla á vef Daily Mail (ekki vísindamaður og ekki í vísindarit) - sjá Misleading Daily Mail Article Pre-Bunked by Nuccitelli et al. (2012)
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2012 kl. 00:52
Það er í hinum sanna anda jólanna, friðar og kærleika, sem ég svara félaga Sveini Atla.
1. Höldum okkur við ritrýndar vísindagreinar: http://wattsupwiththat.files.wordpress.com/2011/07/pnas-201102467.pdf
Abstract: "Given the widely noted increase in the warming effects of rising greenhouse gas concentrations, it has been unclear why global surface temperatures did not rise between 1998 and 2008."
2. Höldum okkur við vísindalegar niðurstöður: http://www.woodfortrees.org/plot/uah/from:2003/plot/rss/from:2003/plot/gistemp/from:2003/plot/uah/from:2003/trend/plot/rss/from:2003/trend/plot/gistemp/from:2003/trend
Engin hnatthlýnun!
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 11:01
Fínt að vísa í ritrýndar heimildir Hilmar - enda styður það mál mitt. Úrdráttur úr fyrri greininni sem þú vísar til:
<blockquote><strong>Conclusion</strong></blockquote>
<blockquote>The finding that the <strong>recent hiatus in warming is driven largely by natural factors does not contradict the hypothesis: “most of the observed increase in global average temperature since the mid 20th century is very likely due to the observed increase in anthropogenic greenhouse gas concentrations (14).”</strong> As indicated in Fig. 1, anthropogenic activities that warm and cool the planet largely cancel after 1998, which allows natural variables to play a more significant role. The <strong>1998-2008 hiatus is not the first period in the instrumental temperature record when the effects of anthropogenic changes in greenhouse gases and sulfur emissions on radiative forcing largely cancel.</strong> In-sample simulations indicate that temperature does not rise between the 1940’s and 1970’s because the cooling effects of sulfur emissions rise slightly faster than the warming effect of greenhouse gases. The post 1970 period of warming, which constitutes a significant portion of the increase in global surface temperature since the mid 20th century, is driven by efforts to reduce air pollution in general and acid deposition in particular, which cause sulfur emissions to decline while the concentration of greenhouse gases continues to rise (7).</blockquote>
<blockquote><strong>The results of this analysis indicate that observed temperature after 1998 is consistent with the current understanding of the relationship among global surface temperature, internal variability, and radiative forcing, which includes anthropogenic factors that have well known warming and cooling effects</strong>. Both of these effects, along with changes in natural variables must be examined explicitly by efforts to understand climate change and devise policy that complies with the objective of Article 2 of the 1992 United Nations Framework Convention on Climate Change to stabilize “greenhouse gas concentrations in the atmosphere at a level that would prevent dangerous anthropogenic interference in the climate system.”</blockquote>
Hnatthlýnun af mannavöldum er staðreynd og mun halda áfram. Takk fyrir að vísa í heimildir - ekki verra að Michael Mann er einn af höfundum fyrri greinarinnar sem þú vísar til.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2012 kl. 11:10
Eitthvað fór úrskeiðis í athugasemdinni svona átti þetta að vera:
Fínt að vísa í ritrýndar heimildir Hilmar - enda styður það mál mitt. Úrdráttur úr fyrri greininni sem þú vísar til:
Hnatthlýnun af mannavöldum er staðreynd og mun halda áfram. Takk fyrir að vísa í heimildir - ekki verra að Michael Mann er einn af höfundum fyrri greinarinnar sem þú vísar til.Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2012 kl. 11:12
Hér má svo sjá áhugavert graf fyrir áhugasama:
Svo má lesa eitthvað sem tengist efni færslunnar hjá Haraldi á loftslag.is, sjá Mýta: Aðrar reikistjörnur í sólkerfinu eru að hlýna. Þar sem eftirfarandi kemur fram:
Það er þrennt sem er rangt við þessa mýtu:
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2012 kl. 11:37
Þakkir fyrir málefnalegar og lýsandi athugasemdir Sveinn Atli. Nú væri gott að fá félaga Höskuld Búa að borðinu líka.
Að sjálfsögðu kasta MM et al ekki trúnni í ritrýndri vísindagrein, heldur reyna þeir að halda andlitinu. Greinin er hins vegar klárlega rituð til að stappa stálinu í hina trúuðu, því:
"Data for global surface temperature indicate little warming
between 1998 and 2008 (1). Furthermore, global surface
temperature declines 0.2 °C between 2005 and 2008. Although
temperature increases in 2009 and 2010, the lack of a clear increase
in global surface temperature between 1998 and 2008 (1),
combined with rising concentrations of atmospheric CO2 and
other greenhouse gases, prompts some popular commentators
(2, 3) to doubt the existing understanding of the relationship
among radiative forcing, internal variability, and global surface
temperature. This seeming disconnect may be one reason why
the public is increasingly sceptical about anthropogenic climate
change (4)."
Ég hef leyft mér að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir að meint hnatthlýnun hafi staðið í stað síðustu 16 ár hef magn CO2 í andrúmslofti aukist umtalsvert. Það er því farið að molna verulega undan trúverðugleika hnatthlýnunarsinna.
Vil að endingu benda ykkur félögum á athyglisvert blogg Á.H.B. um minnkandi sólvirkni sem styður reyndar skrif mín um að jörðin sé að kólna.
Þar sem þetta er svo dagurinn sem hópur heimsendaspámanna hefur talið þann síðasta á jörðu vil ég biðja ykkur að njóta dagsins. Ef þið vaknið á morgun verður það væntanlega til nýs veruleika um að heimsendaspádómar rætast seint og illa.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 12:51
Jörðin er ekki að kólna - en allavega gleðileg jól Hilmar. Ég er alveg viss um að það skiptir engu máli hversu mörg þúsund ritrýndar greinar í viðbót verða gerðar um hnattræna hlýnun af mannavöldum (sem er staðreynd), þá munt þú leita uppi samsæriskenningar og annað til að færa "rök" fyrir máli þínu og sannfæringu - ekkert nýtt í því Hilmar.
Sveinn Atli Gunnarsson, 21.12.2012 kl. 15:58
Nú virðist Hafró hafa staðfest kenningu Haraldar um að súrefnisskortur hafi valdið síldardauðanum.
.
Fyrsta athugasemd Hilmars hér að framan, er honum ekki til sóma.
Hún segir e.t.v. sögu um almennan trúverðugleika höfundar?
Lengi skal manninn reyna.
einsi (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 17:17
Nafn- og auðkennaleysinginn "einsi" (tvísi, þrísi) sér ástæðu til að velta fyrir sér "sóma" mínum! Það segir e.t.v. sögu um almennan trúverðugleika einsa að þessi dularfulla ekki-vera þorir ekki að koma fram undir fullu nafni/auðkennum.
Hafró hefur hins vegar ekki staðfest kenningu Haraldar. Þeir sjá ástæðu til að gefa út moðsuðufréttatilkynningu í dag, eftir stutta vettvangsrannsókn þriðjudaginn 18. desember (dularfulli síldardauðinn átti sér stað föstudaginn 14. desember!):
"Enda þótt vitað sé að síld að vetrarlagi þoli lágan styrk súrefnis benda þessar niðurstöður til þess að helsta orsök síldardauðans á undanförnum dögum hafi verið súrefnisskortur. Er þó ekki hægt að útiloka að samspil hans við aðra þætti, svo sem lágt hitastig, hafi einnig haft áhrif."
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 18:12
Það má reyna að krafsa í bakkann, Hilmar;-)
.
Megin niðurstaðan er þó sú að súrefnisskortur hafi valdið síldardauðanum.
Eins og segir á vefsíðu Hafró;
"Súrefnismettun í firðinum mældist mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið."
Þar sem ekki er vitað til að sjónarvottar hafi verið að síldardauðanum, hvað þá að þeir hafi verið með viðeigandi mælitæki, er ekki óeðlilegt að fyrirvarar séu á fullyrðingunum eins og góðra vísindamanna er siður.
.
Stóra spurningin er kannski hvað við getum lært af þessu. Mátti hanna mannvirkin við þverun fjarðarins öðruvísi, og koma þar með í veg fyrir tjónið?
Hvað með þveranir fjarða annars staðar á landinu?
einsi (IP-tala skráð) 21.12.2012 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.