Katla skelfur

Mýrdalsjökulsaskja skjálftarTíđni smáskjálfta á Kötlusvćđinu eđa í Mýrdalsjökulsöskjunni hefur veriđ mjög mikil í ár og í fyrra. Fyrsta myndin hér sýnir fjölda skjálfta í Mýrdalsjökulsöskjunni á fyrri hluta árs (janúar til júlí) hvert ár frá 1991 til 2012. Toppurinn í tíđni skjálfta í ár kemur vel fram og ástandiđ alls ekki venjulegt. Eru ţetta ísskjálftar, sem orsakast vegna hreyfingar og bráđnunar jökulsins, eđa eru ţetta skjálftar í jarđskorpunni undir, tengdir eldfjallinu sjálfu? Ţađ er nú einmitt ţess vegna, ađ ég valdi ađ sýna ađeins fyrri hluta ársins á ţessari mynd. Ţađ er vel ţekkt, einkum á Gođabungu, rétt vestan viđ Kötlu, ađ ţađ eru miklar árstíđasveiflur í fjölda smáskjálfta á ţessu svćđi, eins og til dćmis Kristín Jónsdóttir hefur ritađ um.  Árstíđasveiflur skjálftaÖnnur myndin sýnir ţessa árstíđabundnu sveiflu í fjölda smáskjálfta fyrir árin 1998 til 2000. Ţađ verđur stökk í fjölda skjálfta um september eđa október ár hvert, eins og myndin sýnir og hefur ţađ veriđ túlkađ sem svörun viđ bráđnun og ţynningu jökulsins, sem léttir ţunga af skorpunni. En nú er ţessi háa tíđni smáskjálfta í ár og í fyrra ekki tengd slíkum fyrirbćrum, og ţví ef til vill tengd eldfjallinu sjálfu. Eđa er ţađ jarđhiti í Kötluöskjunni, undir íshellunni, sem veldur meiri fjölda ísskjálfta? Katla heldur ţannig áfram ađ valda töluverđum taugaspenningi međal okkar allra.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband