Mesti Fjársjóður Heims

Sri Padmanabhaswamy musteriSem börn lesum við ævintýri og sögur um mikla fjársjóði af gulli og gersemum falda í jörðu eða í hirslum auðugra konunga. Þegar við þroskumst gerum við okkur grein fyrir því að slíkur auður tilheyrir aðeins ævintýrum til. En er það alveg satt? Kannske er eitthvað til í þessu! Nýlega hefur fundist einn mesti fjársjóður sögunnar í indversku musteri. Það er Sri Padmanabhaswamy musterið í Kerala héraði í suðvestur Indlandi, en það var fyrst reist á áttundu öldinni. Siðan var það endurbyggt á sextándu öld, sem sjö hæða stórhýsi úr graníti. Musterið er helgað hindu guðnum Vishnu, og hvílir stórt líknesi af Vishnu inni í musterinu, gert úr hreinu gulli. Enda er talið að Vishnu búi í þessu musteri, og er það þar með eitt hið allra mikilvægasta í Indlandi. Fjölskylda maharaja eða konungsins í Kerala héraði hefur um alda raðir varðveitt og séð um musterið, en Travancore konungsríkið réði lengi yfir öllum syðri hluta Indlands. Það var lengi siður að konungsfjölskyldur gáfu musterinu gull öðru hvoru þegar ungir prinsar fengu meiri tign, og þá var magnið af gulli jafnt og þyngd prinsins.  MusteriAlmúginn hefur stöðugt fært musterinu gjafir, og um alda raðir hefur því ógrynni af gulli og gersemum safnast fyrir hér. Musterin á Indlandi hafa lengi safnað fé. Árið 77 fyrir Krist ritaði Plinius Eldri að til Indlands bærist að lokum allt gull jarðar. Á miðöldum streymdi gull til Indlands einkum vegna kryddverslunarinnar við vesturlönd. En nýlega komst orðrómur á kreik um að konungsfjölskyldan hefði gengið í fjársjóð musterisins og selt gull, silfur og gimsteina. Þá hófst opinber rannsókn á musterinu og þeim sex hirslum eða kjallörum þar sem fjársóðurinn er geymdur. Hirslur þessar eða steinhvelfingar nefnast kallaras á Hindu tungu, og dettur manni þá strax í hug að hér sé kominn fram uppruni íslenska orðsins kjallari (kelder á hollensku og källare á sænsku). Flestar af steinhvelfingunum hafa ekki verið opnaðar í hundruðir ára, en þessar steinhvelfingar eru lokaðar af voldugum og margföldum járndyrum og stálgrindum. Fimm af sex kjallörum musterisins hafa nú verið opnaðir af sérstakri rannsóknarnefnd. Þegar voldugar stálgrindur og járnhurðir voru opnaðar, þá kom í ljós haugar af gulli og gimsteinum á gólfinu.Guðinn Vishnu  Fjársjóurinn hafði verði í trékistum, sem höfðu fúnað og rotnað í sundur og eftir var aðeins mylsna á gólfinu en gullið flóði út um allt. Hefur fjársjóðurinn nú verið metinn sem að minnsta kosti $22 milljarðar dala, eða um 2750 milljarðar króna. Nú hefur hafist vörutalning á fjársjóðnum í fimm af sex kjöllurum, en sá sjötti er enn læstur. Tvö hundruð vopnaðir verðir gæta nú musterisins, til að vernda stærsta fjársjóð jarðar frá frekara hnupli af konugsfjölskyldunni og prestum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég man að ég las einusinni í eðlisfræðibók að allt gull á jörðinni myndi rúmast í teningi sem væri u.þ.b 19x19x19 metrar og langmest af því væri langt undir yfirborði jarðar, eða alveg við kjarnann og það hafi safnast þar fyrir strax við myndun jarðarinnar...

En ef við pælum svo í öllum þessum "týndu" fjársjóðum einsog þessum, sokknum í sæ, lokuðum inní bönkum eða mótuðum í skart... (Semog allt það sem hefur verið eitt uppí andrúmsloftið við mótun, notkun og vinnslu í gegnum tíðina...) Þá þykir manni það orðið annsi ótrúlegt að enn skuli vera hægt að finna vinnanlegt gull úr námum o.sv.fr... Eða er þessi fullyrðing úr eðlisfræðibókinni með gull-teninginn kannski bara bull...?

Annars geri ég mér ekki neina grein fyrir hversu t.d eitt tonn af gulli er stórt að rúmmáli... Hvað þá hvað svona stór teningur af gulli mundi vera þungur einsog þessi bók talaði um...

Sævar Óli Helgason, 12.5.2012 kl. 01:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband