Dýpi skjálfta undir Kötlu

DýpiIngþór Friðriksson spyr hvort það hafi orðið breyting á dýpi jarðskjálfta undir Kötlu. Myndin sem fylgir er úr Skjálftavefsjá Veðurstofunnar, og nær yfir tímabilið frá í júní til desember 2011.  Reyndar vantar alla minni skjálfta á myndina, en það breytir sennilega engu. Hún sýnir, að langflestir stærri skjálftarnir eru grynnra en 5,5 km í jarðskorpunni. Ekki get ég séð að það sé nein breyting á dýpinu með tímanum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sem þýðir þá kannski að það er engin stór sending að neðan?

Emil Hannes Valgeirsson, 30.12.2011 kl. 14:58

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Eða þá að stóra sendingin er þegar komin upp úr dýpinu og inn í grunna kvikuhólfið. Þarna situr sendingin og bíður síns tíma -- eða kólnar smátt og smátt. Enginn veit um framtíð þess.....

Haraldur Sigurðsson, 30.12.2011 kl. 15:13

3 identicon

Haraldur! Þakka snöggt og gott svar ! En .... Það er alltaf freistandi að lesa eitthvað úr línuritum; ég er að æsa mig upp í að dýpi á skjálftum hafi aukist eftir dýpsta skjálftann í lok ágúst.

Ingþór Friðriksson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 19:08

4 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ekki æsast of mikið. Því miður get ég ekki plottað smærri skjálftana líka, úr gögnum Veðurstofu, til að fá heildarmndina.

Haraldur Sigurðsson, 30.12.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband