Mikil fegurđ í hjúp jarđar

NorđurljósEitt fegursta myndasafn sem ég hef séđ nýlega er frá ferđ alţjóđa geimfarsins umhverfis jörđu. Ţessar merku myndir er til dćmis hćgt ađ skođa á vefsíđu Vimeo hér: http://vimeo.com/32001208 Myndirnar voru teknar frá ţví í águst til október áriđ 2011, ţegar geimfariđ var í um 350 km hćđ yfir jörđu. Ţađ er margt furđulegt sem kemur hér í ljós, en stórkostlegust eru norđurljósin, sem myndast í um 100 til 300 km hćđ. Ég hafđi aldrei fyrr gert mér grein fyrir hvađ norđurljósin eru neđarlega. Ţau myndast ţegar sólvindurinn streymir inn miklu magni af rafeindum inn ađ jörđinni. Rauđu norđurljósin munu myndast ţegar köfnunarefnisatóm verđa fyrir eindum úr sólvindinum. Einnig er gaman ađ fylgjast međ hvítum eldingablossum ţar sem stórir stormar geisa, einkum á hitabletissvćđum jarđar. Annar áberandi ţáttur eru allar upplýstu borgirnar á jörđu, og eru ljósin nćr samfelld á sumum svćđum. Í Egyptalandi er ljósadýrđin á bökkum árinnar Nílar ótrúlega mikil, eins og glóandi gulllitur borđi alla leiđ norđur í Miđjarđarhaf. Ţađ er raforkan frá vatnsorkuverum í Aswamstíflu sem kemur hér í ljós.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörđur Helgason

Sannarlega áhugavert.

Njörđur Helgason, 29.11.2011 kl. 13:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband