Einn milljarður í viðbót

Fjölgun SÞBergljót dóttir mín á afmæli í dag, hinn 31. október. Í dag er líka dagurinn, þegar mannkynið nær tölunni sjö milljarðar, samkvæmt teljara Sameinuðu Þjóðanna. Sennilega fæðist sjömilljarða barnið í Indlandi, þar sem fimmtíu og eitt barn fæðist á mínútu hverri. Hvernig í ósköpunum hefur mannkyninu fjölgað svona ótrúlega mikið? Fyrir tíu þúsund árum voru aðeins um fimm milljón manns á allri jörðinni. Þegar Jesú Kristur fæddist, fyrir rúmum tvö þúsund árum, var mannkynið komið í tvö hundruð milljón. Við náðum fyrsta milljarðinum í kringum árið 1800. Núna er fólksfjölgunin um einn milljarður í viðbót á hverjum tólf eða þrettán árum, eins og myndin sýnir. Það hefur verið talið, að það ætti að draga úr fjölguninni, vegna þess að í löndum eins og Kína og Japan hefur mannfjöldi að mestu staðið í stað undanfarið. En fyrir nokkrum mánuðum lýstu Sameinuðu Þjóðirnar því yfir, að áætlun þeirra væri of lág, vegna þess að barneignir í Afríku og víðar væru hærri en áætlað var.  Næsta mynd er úr Economist og sýnir lengar tímabil, en þar kemur fram mjög slándi hvað fjölgunin er mikil síðustu aldir.  EconomistEins og ég hef áður bloggað um hér, þá er eðlilegt að búast við því að fjósemi minnki í Afríku og annarstaðar í þriðja heiminum ÞEGAR eða EF efnahagur og menntun í þeim þjóðum batnar verulega. En það hefur ekki gerst enn. Á sextíu árum hefur barneign kvenna lækkað frá 6 til 2,5 í heiminum.  Sameinuðu Þjóðirnar sýndu áður of mikla bjartsýni og gerðu ráð fyrir að barneign eða frjósemi kvenna mundi lækka frekar niður í 1,85 barn árið 2100.  En nú hefur sú ágiskun verið hækkuð upp í 2,1.  Það er því mikil óvissa ríkjandi með þrjóun mannfjölda á jörðu, og efri mörkin hjá Sameinuðu Þjóðunum er til dæmis 15,8 billjón manns árið 2100.  En það er auðvitað ýmislegt fleira en frjósemi sem stýrir þessu.  Eitt mikilvægasta atriðið er langlífi.  Það er ótrúlegt en satt, að ævilengd hefur aukist frá 48 árum til 68 ára frá 1950 og 2011.   Hvernig á að fæða allan þennan fjölda? Það er einkum tvennt sem vinnur nú á móti aukinni framleiðslu á akuryrkjusvæðum heims: hnattræn hlýjun og skortur á vatni og tilbúnum áburði, einkum fosfór. Það er nú lauslega áætlað að við hverja eina gráðu, sem hitinn fer yfir hagstæðustu hitamörk á ökrunum, þá fái bóndinn um tíu prósent minni kornuppskeru. Þetta feyndist rétt spá til dæmis í hitabylgjunni miklu, sem gekk yfir Rússland sumarið 2010, en þá hrundi kornuppskera landsins um 40 prósent. Peak_P_websiteVatnsskortur er líka vandamál. Á Indlandi hafa bændur nú borað um 20 milljón holur til áveitu á akra sína, og er grunnvatnsborðið nú óðum að lækka og borholur að þorna upp. Alþjóðabankinn telur, að um 175 milljón Indverjar séu nú aldir á korni sem er sprottið vegna of mikillar uppdælingar úr þverrandi grunnvantslindum. Já, en er þá ekki hægt að auka kornframleiðsluna í heiminum bara með því að nota meiri áburð? Það er eðlilegt að þú spyrjir, og að vísu er það rétt, en vandinn er sá að nú eru heimsforinn af einu helsta efni í tilbúnum áburði að verða á þrotum: fosfór. Fosfór er eitt algengasta steinefnið í mannslíkamanum, næst á eftir kalsíum. Það er um 1% fosfór í líkama okkar og efnið er okkur nauðsynlegt og svo er einnig með allar plöntur á jörðu. Það þarf um eitt tonn af fosfati til að rækta um 130 tonn af korni, og það er þess vegna, sem 170 milljón tonn af fosfati eru unnin í námum og send um allan heiminn til að halda uppskerunni í lagi á ökrum með tilbúnum áburði. Margir telja að heimurinn sé hratt að nálgast fosfórtopinn, og sennilega verður honum náð árið 2034, með framleiðslu um 28 milljón tonn af fosfór á ári. Eftir það fer að draga verulega úr framleiðslu og skortur verður áberandi. bouCraaEin stærsta fosfór náman er Bou Craa í vestur Sahara, en frá námunni liggur 150 km langt færiband (lengsta færiband í heimi, sjá mynd) þvert í gegnum Marokkó, til hafnarinnar El Ayoun við Atlantshaf. Það er Mohammed hinn sjötti, konungur Marokkó, sem á námuna og námufyrirtækið. Um 80% af öllu vinnanlegu fosfati heims er að fiinna í vestur Sahara, en birgðir í jörðu í Bandaríkjunum eru nær að þrotum komnar. Ódýr tilbúinn áburður er búinn að vera, og verðið rýkur nú upp, með 700% hækkun frá US$50/tonn til US$350/tonn á fjórtán mánuðum. Línuritið sýnir verð á fosfór á heimsmarkaðinum undanfarin ár. Fosfórskortur verður einn af þáttunum, sem munu gera lífið erfitt fyrir komandi kynslóðir, ef fólksfjölgun heldur áfram sínu striki.dollarphosphorusresized

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert að bera saman fólksfjölgunina og síðan þróun á sviði getnaðarvarna....;-)

Þeta helst algjörlega í hendur. Ótrúlegt.

Arnar G (IP-tala skráð) 27.10.2011 kl. 13:39

2 identicon

Super volcano eruptions bring Ice Ages - http://www.dailymail.co.uk/sciencetech/article-2048432/Secret-volcanic-super-eruptions-happen-100k-years-unlocked.html

Glacials start with volcanic clouding:

Νοw quakes - volcanic activity – cloud cover - storms - floods rise, as happened just before world-devastating 5year 1815-20 Tambora volcanic winter and during most of the Little Ice Age, that provoked the cannibalic COLLAPSE of deforestating Mayas, Aztecs, Incas...

If altruist rescuers coordinate, humankind may revive truce and mutual-aid to AVERT next ice age!

http://3.bp.blogspot.com/-nvSG3nbwTJU/TikXuPeac1I/AAAAAAAAAvg/gQthSGp13JQ/s1600/volcanic+crater+cap+2.jpg.

We immediately must test the proposal to AVERT volcanic winter through crater-caps/grids hold by zeppelins over extra active volcanoes to prevent ash ejection to the stratosphere: the begining of every ice age. Alternatively, we can bomb them with NO nuclear weapons.

OPEN PUBLIC DIALOGUE, DECENTRALIZATION and GLOBAL AFFORESTATIONS offer food and wood, promote mutual-aid and prevent cannibalism.

AVERT volcanic winter (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 05:51

3 identicon

Frönsk rannsóknanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að hlýnun jarðar mun skila okkur "votari" plánettu. Meiri úrkoma en jafnframt meiri "extrem" veður. (rétt eins og við erum að upplifa í auknu mæli) Sama nefnd telur að regnbeltin munu færast landfræðilega. Hafi þessi nefnd rétt fyrir sér munu Indverjar fá meiri úrkomu.(úrkoma á Íslandi mun aukast um ca 25% frá árinu 2000 til 2050) Eitt af vandamálum Indlands eru deilur um nýtingu á vatni þar sem ár renna í geggnum eitt eða fleiri ríki. Indverjar munu þurfa að fjárfesta í þróun á vatnsauðlind sinni til þess að ná max nýtingu á vatns og land auðlindum sínum. Þá er ég að tala um stýflur og veitur, til þess að fanga regnið þegar það fellur og koma í veg fyrir stórtjón í flóðum, og til þess að veita vatninu þangað sem það nýtist best. Vaxi fólksfjöldinn uppí 10-15 milljarða á næstu áratugum þá eru miklar líkur til þess að aðgangur að vatni verði ekki stærsta vandamálið, vandamálið verður hversu mikið er til af nýtanlegu landi til þess að brauðfæða þessa milljarða. (og hversu mikið af landi hefur mannkynið þá efni á að hafa sem ósnortna náttúru?)

Það eru líka kenningar um að þessi veldisvöxtur mannkyns sé hluti af normal kúrfu sem þýðir að við náum maxi í ca 12 milljörðum og síðan taki við fækkun og eftir 100-200 ár verði stabill fólksfjöldi ca 4-5 milljarðar. Hverning fækkunin komi fram veit ég ekki. Hins vegar í ljósi jarðsögunnar trúi ég því að "Gaia" jörðin sjái um sig og sýna en spurningin er hverning mannkyninu reiði af í sambýli við sjálft sig.

Bestu kveðjur

Hilmar

Hilmar Sævarsson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband