Loftsteinn á leiðinni til jarðar!

Braut loftsteinsins 2011 MDSíðastliðinn miðvikudag, hinn 22. júní 2011,  var uppgötvað að það er loftsteinn á hraðferð til jarðar.  Þetta er loftsteinninn 2011 MD.  Fyrsta myndin sýnir braut loftsteinsins 2011 MD, og nálægð hans við jörðu.  Hann er um 10 metrar í þvermál, og mun koma næst jörðu á mánudag, 27. júní, en þá verður loftsteinninn í aðeins 12 þúsund km fjarlægð. Hann er á braut sem er næstum því alveg eins og braut jarðar, og veldur það nokkrum áhyggjum, en hins vegar er loftsteinninn svo lítill, að hann mundi brenna upp í lofthjúp jarðar og ekki valda teljandi árekstri.  Hins vegar má benda á, að hann mun fara fyrir INNAN  brautir allra þeirra GPS gervihnatta sem svífa umhverfis jörðu, og gæti hugsanlega rekist á eða truflað GPS kerfið. Það eru enn engar myndir til af loftsteininum 2011 MD, en ég læt fylgja hér með mynd af smástirninu 25143 Itokawa, sem er 600 x 200 m á stærð.  ItokawaHlutir sem svífa um í geimnum og eru 50 m og minni eru oftast nefndir loftsteinar, en smástirni ef þeir eru stærri.  Fylgist með smástirnum og loftsteinum nærri jörðu hér á vefnum:  http://www.jpl.nasa.gov/asteroidwatch/download.cfm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Alltaf spennandi að fylgjast með svona fyrirbærum. Fyrir þá sem hafa gaman af svona þá eru tvær skemmtilegar síður þar sem má reikna út og sjá áhrifin ef slíkt myndi stefna til jarðar, meira segja út frá eigin staðsetningu:

Sumarliði Einar Daðason, 25.6.2011 kl. 23:07

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

 @font-face { font-family: "Times New Roman"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0in 0in 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }table.MsoNormalTable { font-size: 10pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; } Þetta er ágæt ábending. Samkvæmt reiknivélinni sem Purdue Háskóli heldur úti, þá ætti þessi loftsteinn að byrja að brotna í um 58 km hæð yfir jörðu.  Orkan í loftseininum er þá um 1.54 x 10^14 Joules. Síðan splundrast hann í mörg brot í um 31 km hæð. Brotin far þá með hraða sem er um 17 km á sekúndu. Talið er að loftsteinar af þessari stærð berist einhversstaðar til jarðar með um 17 ára millibili.

Haraldur Sigurðsson, 26.6.2011 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband