Magnús Blöndal og Surtseyjargosiđ

MagnúsŢar sem ég fjallađi nýlega um eldgosatónlist Jóns Leifs í bloggi mínu http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1142495/, ţá ber mér skylda til ađ minnast á frábćt verk Magnúsar Blöndal Jóhannssonar í tilefni Surtseyjargossins. Ţegar Osvaldur Knudsen setti saman fyrstu heimildarkvikmynd sína um Surtseyargosiđ (1963-1967), ţá fékk hann Magnús til ađ semja tónlist fyrir myndverkiđ. Myndin nefnist Surtur fer sunnan (1965, 23 mín.), en enska útgáfan ber heitiđ Birth of an island.   Magnús beitti hljóđum úr gosinu sjálfu og blandađi ţeim saman viđ raftónlist sína.  Ef til vill er ţetta í fyrsta sinn ţar sem hljóđ úr náttúrunni eru sett inn í tónverk. Magnús Blöndal (1925-2005) er sennilega fyrsti Íslendingurinn sem samdi raftónlist og er ţví frumkvöđur á sviđi raf- og tölvutónlistar á Íslandi. Sagt hefur veriđ ađ tónverk Magnúsar hafi valdiđ  straumhvörfum í umfjöllun um raftónlist hér á landi.  Hann sagđi ţetta um verkiđ:  "Ég samdi tónlistina međ náttúruhamfarirnar í huga og skyndilega gat fólk tengt hana viđ eitthvađ, bćđi hljóđrćnt og myndrćnt."  Brot úr tónverkinu og kvikmyndinni má sjá og heyra hér: http://www.youtube.com/watch?v=42H2znxGyhgOsvaldur

Mynd Osvaldar Knudsen er stórkostleg á margan hátt og merkileg heimild um mikilvćgt gos.  Hér koma fram nokkrir karakterar sem voru nátengdir rannsóknum á gosinu. Sigurđur Ţórarinsson samdi textann og má sjá honum bregđa fyrir öđru hvoru í myndinni, međ sitt vörumerki á höfđi: rauđu skotthúfuna.  Einnig kemur Ţorleifur Einarsson fram, til dćmis ađ fá sér sígarettu úti á eynni, eđa ađ borđa kex um borđ í varđskipinu á međan gosiđ geysar í bakgrunni.  Sennilega hefur Guđmundur Kjartansson jarđfrćđingur veriđ sá sem gladdist mest yfir ţessu gosi, ţar sem Surtsey fćrđi sönnun á móbergskenningu hans.  SyrtlingurÁ myndinn hér til hliđar er Ósvaldur lengst til hćgri, en lengst til vinstri er Guđmundur Kjartansson og Ţorleifur Einarsson í bakgrunni fyrir miđju.  Ég var erlendis viđ jarđfrćđinám ţegar gosiđ hófst, en komst á vígvöllinn í desember 1963 á varđskipi umhverfis Surtsey í nokkrar ógleymanlegar ferđir. Ţađ var fyrsta eldgosiđ sem ég kannađi. Áriđ 1965 tók ég ţessa mynd af gosinu í Syrtlingi, en hann var ein af  eldeyjunum sem mynduđust umhverfis Surtsey. Syrtlingur hćtti ađ gjósa eftir nokkra mánuđi og hvarf skömmu síđar fyrir áhrif hafrótsins. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband