
Mexíkó er mikiđ eldfjallaland og Mexíkanar hafa lengi gert frábćrar myndir af eldgosum.
Áriđ 1519 kom spánski hershöfđinginn Hernan Cortes til austurstrandar Mexíkó međ flota sinn, 11 skip, 500 hermenn, 13 hesta, og nokkrar fallbyssur.
Í ágúst sama ár skundađi hann inn í Mexókóborg, sem ţá hét Tenochtitlan og var höfuđborg Aztecríkisins.
Ţetta voru fyrstu alvarlegu kynni Mexíkana af Evrópubúum.
Spánverjar gjöreyddu menningu Aztecanna og ađeins brot af fornri frćgđ eru eftir.
Eitt af ţeim er handrit, sem er í eftirriti, og ber heitiđ
Codex Telleriano Remensis. Í ţessu handriti er merkileg mynd og texti sem varđar tímabiliđ frá 1507 til 1509. Myndin er hér til hliđar. Textinn sem fylgir lýsir miklu ljósi eđa birtu, sem reis upp frá jörđu og til himins. Birtan varđi í meir en fjörutíu daga og sást um allt Mexíkó. Sennilega er ţetta lýsing á eldgosi í fjallinu Popocateptl eđa Orizaba.
Annađ listaverk frá Mexíkó sem sýnir eldgos er frá árinu 1671, og er ţađ í Eldfjallasafni í Stykkishólmi. Áriđ 1671 gaf Arnoldus Montanus út merka bók í Amsterdam: Die nieuwe en onbekende Weereld, eđa Nýji og óţekkti heimurinn. Ameríka var ţá sannarlega nýji heimurinn, enda uppgötvuđ ađeins um 77 árum áđur. John Ogilby stal verkinu og prentađi ađra útgáfu af bókinni sama ár undir sínu nafni.
Myndin sýnir viđbrögđ hinna innfćddu Mexíkana viđ ţví ţegar tvö eldfjöll gjósa í einu, en Spánverjar horfa undrandi á hátterni hinna innfćddu. Ţriđja myndin her frá Mexíkó er máluđ á trébörk, og er hugmynd Mexíkanans í dag af eldgosi. Hún er einnig í Eldfjallasafni í Stykkishólmi.
Athugasemdir
very nice blog.
goetna (IP-tala skráđ) 9.3.2011 kl. 20:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.