Er Alxar-Björn kominn á dvalarheimilið?


Graffíti eftir Pöbel á ÖxlÉg hef átt leið um Breiðuvík á Snæfellsnesi nokkrum sinnum í sumar, og alltaf hugsað til Axlar-Bjarnar í hvert sinn.  Eins og vel er kunnugt, þá er Axlar-Björn mesti raðmorðingi Íslandssögunnar, og myrti hann að minnsta kosti 18 manns.  Að lokum var hann dæmdur til dauða á Laugarbrekku undir Jökli, árið 1596, síðan voru bein í útlimum hans  brotin með sleggju á meðan hann var enn á lífi, og hann því næst afhöfðaður og brytjaður niður. Aðskiljanlegir partar hans voru síðan dysjaðir undir þremur dysjum, til að koma í veg fyrir að hann gengi aftur.  Dysjarnar voru lengi áberandi á Laugarholti, skammt fyrir  sunnan Bárðarlaug,  en nú stendur þar aðeins Dreplakolludys ein stök eftir.  Dysjarnar þrjár hans Axlar-Bjarnar munu hafa verið eyðilagðar við vegagerð og grjótnám, samkvæmt grein er Kristinn Kristjánsson kennari ritaði í Morgunblaðinu árið 1998.  Sonur Alxar-Bjarnar var Sveinn skotti, einnig afbrotamaður sem hengdur var árið 1648.  

Þegar keyrt er yfir holtið hjá Öxl, þá blasir við skúr sem er tengdur fjarskiftamastri.  Nú er komið listaverk á vestur vegg skúrsins, eins og myndin sýnir.  Ég sé ekki betur, en hér sé Axlar-Björn kominn í hjólastólinn, og Sveinn skotti keyrir.  Verkið er eftir Pöbel, sem mun vera norskur stensil-graffíti listamaður.  Skyldi Pöbel nokkuð vita um Axlar-Björn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þínar skemmtilegu og fræðandi færslur Haraldur - sjáumst vonandi brátt - bestu kveðjur, Salvör

Salvor Jonsdottir (IP-tala skráð) 5.9.2010 kl. 22:10

2 identicon

Fyrst ferðaþjónustubóndinn og brautryðjandi á því sviði en eins og gengur ganga þeir stundum of langt líkt og sá íslendingur sem fyrstur tók á móti hópi túrista Ari í Ögri.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 02:07

3 identicon

Davíð Stefánsson  frá Fagraskógi fékk innblástur frá mönnum eins og Axla Birni og orti:

Á limi mína saxast senn.

Síst ég móti spyrni. 

Gleymið ekki góðir menn,

gamla Axlar-Birni.

Rústir bústaðar Björns, Fornuöxl, er að finna við gamla þjóðleið með jaðri Búðarhrauns í Breiðuvíkurhreppi, en Björn fæddist niður við Miðhúsanesi , sem stóð við Búðarhraun í Breiðuvikurh.

 Björn ólst upp á stórbýlinu Knerri, var dulur og harðlyndur. Hann dreymdi að öxi væri að finna undir steini uppi á Axlarhyrnu, fjalli ofan við bæinn, og þar fann hann morðöxi sína og reyndi hana á því að höggva í sundur hvolpafulla tík......Mbl, 21. sept 1996

kv.helgas

Helga Sigmundsd (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband