Jökulhlaup í kvöld

Í dag fór ég austur til að kanna útbreiðslu öskufallsins frá gosinu í toppgíg Eyjafjallajökuls.  Komst yfir gömlu brúna á Markarfljóti, enda aðalvegurinn skorinn í sundur. Á ferð okkar um suðurland varð ösku ekki vart fyrr en komið var austur fyrir Vík í Mýrdal, og reyndar ekki fyrr en á Mýraldssandi og mest í grennd við Álftaver. Lítið um ösku á Kirkjubæjarklaustri.  Askan er mjög fín, eins og hveiti, dökk grá til svört á lit og fýkur auðveldlega.  Öskuskýið fer lágt með jörðu og berst með vestan áttinni sem hefur varið í nokkra daga.  Er þetta virkilega askan sem hefur lokað flugvöllum um alla norðanverða Evrópu?    Ferð okkar aftur til Reykjavíkur  var söguleg, því undir Eyjafjöllum bárust frétir af jökulhlaupi í vændum. Búið var að loka brúm á Markarfljóti, og við biðum hlaupsins á holnum fyrir ofan Seljaland. Hlaupið kom í ljós um kl. 8 um kvöldið. Það fór fremur hægt, seigfljótandi, með miklu magni af ískögglum i leðjukendum straumnum.  Við snérum við og héldum austur aftur, í leit að bændagistingu í sveitinni. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Eurocontrol og skriffinnarnir í Brussel búnir að missa vitið? "

Hvað ertu að blanda svona þvælu inní bloggi? hér eftir tek ég ekki mikið mark á þér ogf það er miður því ég hélt þig vera fagmann en ekki pólitískan bullukoll, þessi fína aska stíflar hreyfla flugvéla og er stórhættuleg öllum þotum sem í henni lenda og það hefur bara andskotann ekkert að gera með Brussel!!!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 00:41

2 identicon

Já, er búinn að fara mjög oft og sjá skrifin hjá þér, en á maður nokkuð að vera að gera það aftur eftir svona skrif ?

Ertu eins og allir þessir sem fengu menntun úr háskólanum, sem fjármagnaður er með spilakössum, og menntun eftir því ?

JR (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 01:38

3 identicon

Takk fyrir áhugaverða pistla.  Ég, eins og margir sem hafa grunnmentun sína frá Íslandi, þekki varla mun á stein og múrstein, en er að þykjast skilja hvað er að gerast.

Ég sé að það eru samt einhverjir Íslendingar búnir að læra að þekkja alla ösku og hvernig hún hagar sér af því að horfa á Discovery Channel. 

Gætirðu bent mér á bók sem ég get nálgast hér í BNA (helst á ensku) sem fjallar um jarðsögu Íslands?  Börnin mín hafa mikinn áhuga á þessu, þó að þau séu lítil.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 02:11

4 identicon

Alltaf fróðlegt að kíkja hér við. Þakka góða pistla.

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 05:35

5 identicon

Ragnar Örn-

Þetta hefur verið vitað síðan þotur fóru að fljúga. En þú ættir kannski að velta því fyrir þér hvort að það væri séns að Haraldur vissi meira um þetta en þú--ef að líkum lætur vissi hann um áhrif ösku áður en þú fæddist.

Málið er að mörgum flugvöllum var lokað löngu áður en askan hafði fræðilegan möguleika á að vera komin þangað. Eins þá hefur askan minni áhrif á venjulega hreyfla en þotuhreyfla, og því ekki endilega ástæða fyrir að loka fyrir flug venjulegra flugvéla sem fljúga lágt og eru ekki með þotuhreyfla.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 23:04

6 identicon

Andri: dettur þér í hug að öll flugfélög í evrópu fari bara sisona að gamni sínu að tapa milljörðum vegna einhvers grins??þetta snýst ekkert um hvað ég veit enda veit ég ekkert um eldfjöll og hef ekki haldið því fram en að 17.000 flug Á DAG SÉ FRESTAÐ ER VARLA VEGNA SAUÐMEINLAUSRAR ÖSKU OG EINHVERRA SKRIFFINNA Í BRUSSEL OG ÞAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG GAGNRÝNDI OG ÞAÐ SÉST AÐ ÞÚ ERT GFREINILEGA SJÁLFTÖKUFLOKKSBUNDINN ÞVÍ ÞÚ BULLAR BARA OG REYNIR AÐ LÍTILLÆKKA ÞANN SEM HEFUR AÐRA SKOÐUN EN ÞÚ. ÞAÐ ER TIL ORÐ ATILTÆKI FYRIR SVONA PLEBBA EINS OG ÞIG OG ÞAÐ HEITIR Á ENSKU: UP YOURS!!!!

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband