Skjálftar að læðast í austur?

Skjálftar í austriUndanfarna tvo daga hefur órói á mælum Veðurstofunnar í grennd við Fimmvörðuháls verið jafn en ef til vill í minna lagi. Hins vegar er það athyglisvert að á þessum tíma hafa jarðskjálftar legið mjög grunnt, flestir innan við 2 km dýpi, og þeir hafa verið að læðast austur á bóginn í áttina að Goðabungu. Það má sjá á meðfylgjandi korti Veðurstofunnar. Gæði staðsetninga á skjálftunum eru ágæt, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu. Er þetta hugsanlega kvikuinnskot út frá jólatrénu af kvikufleygum sem nú eru undir Eyjafjallajökli, í áttina að Kötlu? Það er einnig mjög athyglisvert að fornir móbergshryggir og goshryggir á Fimmvörðuhálsi liggja í austur-vestur stefnu. Þetta virðist hafa verið yfirgnæfandi stefna á tektóník eða jarðskorpuhreyfingum á svæðinu áður fyrr, og ef til vill einnig nú.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Já mjög áhugaverð þróun.

Ólafur Þórðarson, 9.4.2010 kl. 15:18

2 Smámynd: Óskar

og ef innskot nær að snerta súra gúlinn undir Goðabungu... 

Óskar, 9.4.2010 kl. 15:32

3 Smámynd: GK

Hvað er súr gúll?

GK, 9.4.2010 kl. 17:18

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þá verður Katla vond,Óskar.Þetta eru vondar fréttir.

Þórarinn Baldursson, 9.4.2010 kl. 17:26

5 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Goðabungan er kannski að verða stórhættulegur staður!

Emil Hannes Valgeirsson, 9.4.2010 kl. 17:53

6 identicon

Það er mjög slæmt ef kvikan er að færa sig nær Kötlukerfinu. Það er versta niðurstaða ef kvikan nær súra gúlinum í Mýrdalsjökli. Engu að síður þá er það mjög slæmt ef kvikan nær að brjóta sér leið inn í eldstöðvarkerfi Mýrdalsjökuls.

Annars ætla ég líka að benda á það að jarðskjálftanir hafa einnig verið að færast vestur síðustu daga. Þó minna hafi borið á því.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 9.4.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband