"Hvað er súr gúll?"

ÞversniðGK spyr um hinn svokallaða súra gúl undir Goðabungu. Fyrir nokkrum árum var mjög mikil skjálftavirkni undir Goðabungu, sem færðist hægt nær yfirborði. Ekkert gos varð, en sumir jarðvísindamenn telja að kvika hafi verið á ferðinni, og að þessi kvika hafi verið með hátt kísilinnihald, hátt SiO2. Sem sagt líparít kvika, eins og oft hefur komið upp í grennd við Kötlu. Ef sú kenning er rétt, þá er gúll eða stór blaðra af þessarri kviku undir Goðabungu. Ef til vill þarf lítið til að hleypa henni af stað í gos. Ef kvikuinnskot eða kvikuhlaup af heitri basalt kviku verður út frá "jólatrénu" undir Eyjafjallajökli, eins og ég hef sýnt á þversniðinu sem fylgir (upprunaleg mynd frá Jarðvísindastofnun), þá er hugsanlegt að gúllinn fari af stað og gos verði. En skjálftarnir undir Eyjafjallajökli eru nú fáir og smáir. Samt er sjálfsagt að taka allt inn í reikninginn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Er þessi "súri gúll" heit kvika?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 9.4.2010 kl. 21:03

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Við vitum ekkert um hann, eða hvort hann er raunverulega til. Þetta er túlkun jarðskjálftagagna.  Ef sú túlkun er rétt, þá er hér heit kvika með hátt kísilinnihald.

Haraldur Sigurðsson, 9.4.2010 kl. 21:16

3 identicon

Takk fyrir fróðleg skrif. Tvær spurningar. Ef þetta er súr gúll og kvikuinnskot kemst í hann, telur þú líkur á hamfaragosi með eldskýjum og gjóskuhlaupum? Mig langar líka að forvitnast um annað. Ármann Höskuldsson talaði í fréttum einn fyrsta gosdaginn um heimsögulegan viðburð, að í fyrsta skipti í sögunni hefðu menn orðið vitni að myndun gervigígs. Síðan hef ég ekkert heyrt um málið, ekki séð myndir né umfjöllun. Hvað er að frétta af þessu máli?

Friðrik Dagur Arnarson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 00:29

4 Smámynd: Óskar

Þetta "gervigígsmál" var nú dáldið skondið.  Fréttamenn stöðvar tvö höguðu sér eins spíttfíklar, töluðu um heimssögulegan viðburð og álíka þvælu án þess að sýna einu sinni myndir af þessum voðalega gervigíg.  Gervigar myndast þegar hraun rennur út í vatn (í þessu tilfelli jökull?) og má sjá mikinn fjölda þeirra við Mývatn og Rauðhólarnir eru gervigígar.  Ég á bágt með að trúa því að menn hafi ekki séð þá myndast t.d. á Hawai þar sem hraun rennur nánast stöðugt til sjávar.  En Haraldur veit sjálfsagt meira um þetta en ég, mér fannst þessi frétt bara svo vitlaus og kjánalega framsett, sérstaklega hjá stöð2, að það var eftirtektarvert.

Óskar, 10.4.2010 kl. 02:33

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Því miður hef ég ekki séð, eða öllu heldur ekki fundið þennan gervigíg. Sennilega hefur þeta verið tengt rennsli hrauns niður í Hrunagil, þar sem miklar sprengingar gerðust þegar hraun fór yfir snjó.  Er gervigígur orðinn platgígur?

Haraldur Sigurðsson, 10.4.2010 kl. 06:37

6 identicon

Sæll Haraldur.

Ég hef verið að horfa á grunnu skjálftana fyrir ofan Steinholtsjökul út frá gögnin um mögulega gosrás.

Leikmannsálitið mitt er að grunnu skjálftarnir séu töluvert ofar en meint gosrás. Hvað sýnist þér?

Kv. Helga

Helga (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:04

7 identicon

Sæll Haraldur

Ég er verkfræðingur sem starfa í jarðhitageiranum og hef aðeins verið að "pota í kviku" á Kröflusvæðinu en tel mig að öðru leyti leikmann á eldfjallasviðinu.  Á árunum 2008 og 2009 var tvisvar sinnum borað ofan í kviku á Kröflusvæðinu og þá fór ég að velta fyrir mér varmaflutningsþættinum.  Hvernig getur "súr gúll", eða kvikuinnskot almennt, sem stöðvast á einhverju dýpi fremur grunnt undir yfirborði jarðar verið bráðið í einhvern tíma?  Maður myndi halda að kvikan myndi storkna fremur hratt í mikið kaldara umhverfi, einkum ef vatn leikur um bergið í kring.

Hvernig virkar sá ferill þegar "súr gúll" fer af stað?

Hefur súri gúllinn lægra bræðslumark en basísk kvika undan Eyjafjallajökli?

Kv. Bjarni Pálsson

Bjarni Pálsson (IP-tala skráð) 10.4.2010 kl. 10:19

8 Smámynd: GK

Ég þakka fyrir greinargott svar og gott blogg.

Kveðja,
GK

GK, 11.4.2010 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband