Miklu Grynnri Skjálftar undir Eyjafjallajökli

Dýpi skjálftaTil þessa hafa jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli verið á miklu dýpi, flestir frá um 7 til 11 km undir yfirborði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá vef Veðurstofunnar.  Í dag hafa skjálftar færst hratt nær yfirborði og eru nú á 1 til 4 km dýpi, eins og kemur fram lengst til hægri á myndinni.  Takið eftir að aðeins skjálftar stærri en 2 eru sýndir hér. Er þetta kvika sem er loks að færast nær yfirborði eldfjallsins? Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Með leyfi er hinn virðulegi fræðimaður að segja að kvik sé aðeins á 600 m. dýpi?

Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.3.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Tilgangurinn er aðeins að benda á að skjálftar eru nú mjög grunnt undir fjallinu. Það getur verið kvika, en frekari upplýsingar vantar. Fylgjumst með!

Haraldur Sigurðsson, 18.3.2010 kl. 16:53

3 identicon

Yfirfarnar niðurstöður benda ekki til þess að mikil grynnkun hafi átt sér stað. Flestir jarðskjálftanir eru ennþá á 7 til 10 km dýpi. Það sem er þó helst að gera er að skjálftanir eru að grynnast hægt og rólega. Þar sem þeir byrjuðu á rúmlega 10 km dýpi og hafa síðan verið að stíga hægt og rólega upp jarðskorpuna.

Hérna er vefsíða frakka sem sýnir þetta vel. Hinsvegar má einnig bæta því að ég er farinn að mæla látíðni jarðskjálfta frá Eyjafjallajökli, og bendir það til þess að kvikan sé farin að troða sér í spurungur innan í eldstöðinni.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:12

4 identicon

Hef einmitt verið að fylgjast með þessu og mér hefur virst stærri skjálftarnir yfirleitt liggja grynnra en þeir minni. En þar sem ég hef fyrsta flokks útsýni yfir jökulinn úr stofuglugganum fylgist ég vel með, verð þó að segja að það verður eftirsjá ef hann aflagast við gos....virkilega fallegur eins og hann er, sér í lagi þegar sólin glampar á honum

Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 17:16

5 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Línurit frakkanna sýna einnig miklu grynnri skjálfta í dag. Það er rétt að hér eru óyfirfarin gögn, en gæðin eru góð á þessum grunnu skjálftum, samkvæmt töflu um skjálfta hjá Veðurstofu. Einnig eru fleiri stærri skjálftar í dag.

Haraldur Sigurðsson, 18.3.2010 kl. 17:21

6 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Nú þarf að fylgjast með. Er engin vefmyndavél sem snýr að Eyjafjallajökli?

Emil Hannes Valgeirsson, 18.3.2010 kl. 17:44

7 identicon

Ég er búinn að safna saman þeim vefmyndavélum sem ég veit af Eyjafjalljökli og nágrenni á jarðskjálftavefsíðuna mína. Undir vefmyndavélar.

Hérna er 3D plot af jarðskjálftunum yfir ákveðið tímabil. Mér sýnist þetta vera unnið uppúr yfirförnu gögnunum hjá Veðurstofu Íslands.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband