Anortósít í Hrappsey og á Tunglinu

   Hrappsey grjót Í Eldfjallasafni í Stykkishólmi sýnum viđ grjótborđ ţar sem vćnir hnullungar af flestum bergtegundum Íslands eru til sýnis og til ađ ţukla á. Steinninn sem hefur vakiđ mesta athygli er ljósgrár ađ lit, heitir anortósít og er frá Hrappsey í Breiđafirđi.   Hrappsey bergHrappsey er merkileg fyrir margt. Afi minn Oddur Valentínusson,  fyrrum hafnsögumađur á Breiđafirđi, er til dćmis fćddur í Hrappsey áriđ 1876. Ţađ var rúmum eitt hundrađ árum eftir ađ fyrsta prentsmiđja  og bókaútgáfa Íslands,  sem laut ekki yfirráđum biskupsstólanna, var stofnuđ í Hrappsey áriđ 1773 og starfađi til 1794.   Ţađ mun hafa veriđ Bogi bóndi Benediktsson sem keypti prentsmiđjuna í Kaupinhöfn og lét flytja til Hrappseyjar. Ţar komu út Íslensk Mánađartíđindi fyrst áriđ 1773, en ţađ er fyrsta tímarit gefiđ út á Íslandi. Anorţósít frá tunglinu Mestu hvatningamenn varđandi prentsmiđjuna voru ţeir Ólafur Olavius og Magnús Ketilsson. Hrappsey var talin stórbýli áđur fyrr vegna hlunninda sem fylgdu eynni varđandi sel, eggjatöku, dún, fiskimiđ og fleira.  Nú er hún í eyđi, en Hrappsey er merkileg fyrir fleira en söguna, og á ég ţá viđ jarđfrćđina.  Snúum okkur nú aftur ađ bergtegundinni anortósít. 

Ţađ mun hafa veriđ Tómas Tryggvason jarđfrćđingur sem fyrst tók eftir ţví ađ bergiđ í Hrappsey er stórmerkilegt.  Hann hvatti  ţví Hrefnu Kristmannsdóttur jarđfrćđing til ađ gera frekari rannsóknir á eynni, og birti hún niđurstöđur sínar áriđ 1971 í bandaríska jarđfrćđiritinu Journal of Geology.   KortKortiđ sem Hrefna gerđi sýnir jarđfrćđi Hrappseyjar, Purkeyjar og nćrliggjandi eyja í stórum dráttum, og kortiđ er sýnt hér til hliđar.  Lykillinn ađ kortinu er: 1. Dólerít (krossar), 2. Anortósít (svart á kortinu), 3. Innskotsbreksía, 4. Basalt hraun, 5. Basalt gígtappi, 6. Basalt breksía, 7. Líparít breksía, 8. Gerggangur.  Takiđ eftir svörtu svćđunum á kortinu, sem sýna útbreiđslu anortósítsins á eynni.  Hrappsey hefur veriđ talin um 7 miljón ára gömul, en hún er rótin af fornri eldstöđ og ţađ sem viđ sjáum nú á yfirborđi hefur myndast á nokkra kílómetra dýpi í jarđskorpunni undir ţessu forna eldfjalli. Jökullinn sem skreiđ út Breiđafjörđinn til vesturs á ísöld rauf jarđmyndunum ofan af og afhjúpađi rćtur eldstöđvarinnar.   Ţessar bergtegundir sem sjást á kortinu, eins og dólerít, hafa storknađ í kvikuţró eldstöđvarinnar, og myndađ innskotsberg.   Purkey bárujárnDólerítiđ er náskylt gabbrói, en í Purkey og Hrappsey myndar dólerít stórkostlegt stuđlaberg og einstakt.  Eins og sést best í  sjávarklettum viđ suđaustur  hluta Purkeyjar, er stuđlabergiđ furđulega röndótt, og sumir hafa kallađ ţetta berg bárujárnskletta.  Stuđlarnir eru mjög reglulegir og lóđréttir, en láréttar gárur  skera ţá einnig á mjög reglubundinn hátt, eins og myndin eftir Eyţór Benediktsson sýnir.   Gárurnar spegla lagskiftingu sem myndađist í kvikuţrónni áđur en kvikan kólnađi og stirđnađi í dólerít. Hvert lag hefur visst hlutfall steinda eđa kristalla, og lögin eru ţví mishörđ og veđrast misjafnlega hratt.  Eins og myndin sýnir, ţá er anortósít ljósgrátt, en ţađ stafar af ţví ađ ţađ er samansett nćr eingöngu af einni tegund af steindum: litlausu eđa hvítu steindinni plagíóklas eđa feldspati.  Anortósít í smásjáMyndin til hliđar er tekin af anortósíti í smásjá, og reglulegu gráu steindirnar eru plagíóklas.  Anortósít hefur einnig myndast í kvikuţrónni djúpt niđri í jarđskorpunni. Ein vinsćlasta kenningin um myndun anortósíts, og sú sem Hrefna ađhylltist á sínum tíma, er ađ steindir af plagíóklas myndist í kvikunni og fljóti upp í efri hluta kvikuţróarinnar og safnist ţar saman til ađ mynda lag sem er nćr hreint plagíóklasbeg: anortósít.  Kushiro 1977Til ţess ađ ţessi kenning geti stađist, ţá verđur steindin plagóóklas ađ vera ađeins eđlisléttari ekn hraunkvikan.  Tilraunir sýna ađ svo er viđ háan ţrýsting á nokkra kílómetra dýpi í jarđskorpunni.  Hrefna stakk uppá ađ anortósítiđ hefđi myndast á um 15 til 35 km dýpi, eđa nćrri botninum á skorpunni, og risiđ svo upp nćr yfirborđi.   Myndin til hliđar sýnir ađ eđlisţyngd hraunkviku stígur stöđugt ţegar ţrýstingur eykst.  Vökvinn ţjappast saman og verđur ţyngri. En eđlisţyngd steindarinnar plagíóklas (línurnar sem eru merktar An)  breytist lítiđ og á vissu dýpi er plagíóklas fljótandi í kvikunni.  Anortósít er ekki algengt á jörđu, en ţa´er ein ađal bergtegundin á tunglinu.   TungliđMenn lentu fyrst á tunglinu hinn 20. Júlí, 1969, og í sex Apollo leiđangrum var safnađ 2415 steinum, sem vigtuđu alls 382 kg.  Ţađ var fljótt ljóst, jarfrćđingum til mikillar furđu,  ađ mikiđ af yfirborđi tunglsins er gert úr bergtegundinni anortósít.  Ef viđ skođum tungliđ međ berum augum, ţá er ljóst ađ yfirborđ ţess skiftist í ljós og dökk svćđi.  Ljósu svćđin eru kölluđ hálöndin, og eru ađ mestu úr anortósít.  Dökku svćđin eru stórir gígar eftir mikla árekstra loftsteina og ţar er einnig ađ finna mikiđ af dökkum basalt hraunum.  Sem sagt: elsta og eitt algengasta berg á tunglinu er anortósít, eins og í Hrappsey.   TunglmyndunVinsćlasta kenningin um myndun anortósítslagsins á tunglinu er sú, ađ í upphafi hafi ytra borđ tunglsins veriđ einn hafsjór af bráđinni kviku, sem var meir en 1200 stiga heit.  Myndin til hliđar sýnir ţetta ferli. Steindir af plagíóklas byrjuđu ađ myndast í kvikunni, en ţćr voru lettari og flutu upp á yfirborđiđ og mynduđu hálöndin eđa ytri skorpuna,  ţegar tungliđ kólnađi og storknađi ađ lokum.   Ţannig er anortósít í Hrappsey náskylt hálöndum tunglsins. Til ţessa hefur fallega bergiđ í Hrappsey fengiđ ađ vera í friđi fyrir ţeim sem leita ađ óvenjulegum steinum til ađ gera legsteina og eldhúsborđplötur. Ţađ er mikilvćgt  ađ vernda ţessa merkilegu eyju. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Takk fyrir ţetta. Ţar sem pabbi minn eyddi fyrstu árin sín út í Hrappsey og talar alltaf um ţađ međ ćvintíraljóma, ţá mun ég taka mér ţađ bessaleyfi ađ prenta ţetta út fyrir karlinn - međ ţínu leyfi ađ sjálfsögđu.

Höskuldur Búi Jónsson, 27.2.2010 kl. 23:06

2 identicon

Ţetta var skemmtilegt. Ţarna fékk ég svar viđ einni af gömlu spurningunum mínum. (Ţćr sem ég er búin ađ gleyma en rifjast upp ţear ég rekst á svariđ). Ţessi er síđan 1990 ţegar ég var á siglingu milli eyja á Breiđafirđi og enginn vissi af hverju stuđlarnir voru voru svona gárađir.

Takk fyrir ţađ!

Hulda Björg Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 27.2.2010 kl. 23:41

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband