Stofnun um Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra - Hugmyndin um ESSI
30.1.2010 | 15:14
Eru lofstlagsbreytingar að gerast í dag, eða er þetta bara áróður fárra vísindamanna? Geta lofslagsbreytingar haft afgerandi áhrif á landi og í sjó? Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á efnahag þjóðarinnar? Er færi fyrir Ísland að nota tækifærið og hagnast að rannsóknum varðandi loftslagsbreytingar? Spurningarnar eru óteljandi. Árið 2005 byrjaði vinnuhópur að starfa að skýrslu um loftslagsbreytingar á Íslandi og í hafinu umhverfis, og um áhrif þeirra. Þetta var að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar, þá forsætisráðherra. Í fyrsta vinnuhópnum voru Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Björgólfur Thorsteinsson, Hallvarður Aspelund, Haraldur Sigurðsson, Ívar Jónsson, Jónas Guðmundsson. Vinnuhópurinn lagði fram skýrslu í nóvember 2005, þar sem rætt var um loftslagsbreytingar og þörf fyrir rannsóknir á því sviði. Að lokum var lagt til að sett væri á lagirnar ný stofnun nefnd rannsóknastofnun um jarðkerfisfræði, eða Earth Systems Science Institute, ESSI. Allt leit vel út, en skömmu síðar var skipt um ríkisstjórn. Nýr vinnuhópur hélt ótrautt áfram með hugmyndina, með fjárhagslegan stuðning frá alþingi og í nóvember 2006 kom út ítarlegri skýrsla sem var lögð fram fyrir ríkistjórn: The Earth Science Systems Institute of Iceland, Science and Business Plan. Höfundar þeirrar skýrslu eru Björn Erlingsson, Haraldur Sigurðsson og Björgólfur Thorsteinsson. Leiðarljósið í þeirri skýrslu er sú staðreynd, að ef loftslagsbreytingar eru að gerast á Íslandssvæðinu, þá er mikilvægasta og þarfasta verkefni íslenskra vísinda að rannsaka loftslagsbreytingar, og orsakir og afleiðingar þeirra fyrir umhverfi, náttúru, lífríki og ekki síst fyrir efnahag þjóðarinnar. Viðbrögð við ESSI hugmyndinni voru --- engin. Dauðaþögn! Ef til vill stafar það af þeirri staðreynd að höfundar skýrslunnar voru utan kerfisins, utan þeirra stofnana sem hafa mesta hagsmuna að gæta í status quo, eða kyrrstöðu. Ég læt fylgja hér með ESSI skýrsluna frá 2006, og mun blogga frekar um þetta efni.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Loftslag | Breytt 3.3.2010 kl. 18:37 | Facebook
Athugasemdir
Áhugavert - þessa skýrslu hafði ég ekki heyrt af (enda nýgræðingur í umræðunni um loftslagsmál þannig séð). Þetta verður maður að skoða.
Höskuldur Búi Jónsson, 30.1.2010 kl. 21:44
Ég hefði gaman af þvi að heyra hvað þú heldur um skýrsluna, eftir lestur hennar. Athugaðu að þetta er hugmynd um sjálfbæra stofnun. Einnig kemur hér fram í fyrsta sinn hugmyndin um jarðkerfisfræði eða earth sysems science á Íslandi.
haraldur sigurdsson (IP-tala skráð) 30.1.2010 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.