Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2016

Eru Íslendingar aumingjar?

althingishu_769_s_1289112.jpg

Nýr forseti var vígđur í vikunni og kom ađ vanda fram á svalir Alţingishússins til ađ láta lýđinn hylla sig. En skyldi hann nokkurn tíma lyfta höfđi ţegar hann gengur inn í húsiđ og líta á skjaldarmerki og kórónu Kristjáns 9 danakonungs, sem trjóna efst á húsinu? Hvernig má ţađ vera ađ Íslendingar láti viđ lýđast í öll ţessi ár ađ ćđsta stofnun ţjóđarinnar sé merkt svo kyrfilega međ merki nýlendukúgarans? Mađur hefđi nú haldiđ ađ einhverjir duglegir piltar hefđu klifiđ hér upp á ţak í Búsáhaldabyltingunni og fjarlćgt skömmina, en svo fór ekki. Vćri ekki best ađ minnast aldarafmćlis sjálfstćđis og fullveldis Íslands áriđ 2018 međ ţví ađ fjarlćgja ţessa skömm?


Ferđamenn í Stykkishólmi

Ţađ fer ekki framhjá neinum ađ ferđamenn setja svip sinn á Stykkishólm í auknum mćli. Sú holskefla af ferđamönnum, sem hefur undanfariđ gengiđ yfir Suđurland hefur fariđ framhjá okkur ađ nokkru leyti, til allrar hamingju, vilja sumir segja.   Samt höfum öll orđiđ vör viđ aukinn ferđamannastraum, en okkur hefur skort mćlikvarđa til ađ dćma um vöxtinn í ferđamennsku í Hólminum. Auđvitađ vita kaupmenn, gestgjafar og ţeir sem reka veitingahús í Hólminum vel hvađ syngur, en viđ höfum ţví miđur ekki ađgang ađ ţeirra tölfrćđi. Ţađ er ţó eitt sem lýgur ekki, en ţađ er umferđin. Ţá á ég viđ bílatalningu Vegagerđarinnar, en ţeir hafa skráđ umferđ síđan áriđ 2000 í tćki sem er stađfest á Stykkishólmsvegi rétt hjá Skildi eđa Arnarhóli (vegnúmer 58-01). Línuritiđ sem fylgir eru niđurstöđur ţeirra mćlinga, frá árinu 2000 til 2015. Hér eru sýndar ţrjár línur: rauđa línan sýnir međal fjölda bíla á dag yfir sumarmánuđina, sú bláa sýnir međaltal bíla á dag yfir áriđ, og grćna línan sýnir međal fjölda bíla yfir veturinn.myndo_776_1a.jpg

            Ţađ má lesa margt út úr ţessu línuriti, en eitt er augljóst: umferđin inn í Stykkishólm hefur rúmlega tvöfaldast á ţessu tímabili, á öllum árstímum. Ţađ eru hćđir og lćgđir á línunum, sem kunna ađ vera tengdar kreppunni uppúr 2008, en ţađ er mest sláandi hvađ vöxturinn er mikill árin 2014 og 2015. Ţađ virđist ekkert lát vera á ţessum vexti í umferđ í dag, eins og seinni myndin sýnir. Hún er súlurit frá Vegagerđinni fyrir međaltal hvers mánađar árin 2014 til 2016, sem sagt: alveg nýjustu tölur fyrir Stykkishólmsveg. Ţar kemur fram ađ síđan í mars í ár hefur hver mánuđurinn sett nýtt met og stígandinn heldur ţví áfram, um tíu til fimmtán prósent á mánuđi, milli ára.

            Ég hef einnig fylgst náiđ međ ađsókn í Eldfjallasafn síđan ţađ var opnađ sumariđ 2009. Heildarfjöldi gesta hefur undanfariđ oftast veriđ um 5000 á ári, en ađsókn hefur aldrei veriđ jafn mikil og nú, sumarmánuđina áriđ 2016, međ til dćmis 1461 gest í safninu í júlí mánuđi. Ţar af eru erlendir gestir um 75%, mest frá Norđur Ameríku. mynd-2.jpg

Hvernig bregđast Hólmarar viđ ţessum aukna straum ferđamanna? Fjárfestar eru önnum kafnir viđ ađ veita meiri ţjónustu í gistingu og veitingum, en bćjarfélagiđ virđist ţví miđur ekki hafa tekiđ viđ sér. Ferđamenn vilja meir en mat og svefn. Ţeir vilja einnig afţreyingu, helst menningartengda. Ađhlynning ađ söfnum bćjarins er í lágmarki og hefur reyndar dregist saman. Ţetta viđhorf Stykkishólmsbćjar hefu mjög neikvćđ áhrif á framhald reksturs Eldfjallasafns í ţessum bć.  


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband