Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
Eldstöðin Rabaul
17.6.2011 | 08:33
Er heimurinn kominn yfir olíutoppinn?
15.6.2011 | 14:51
Flestar ef ekki allar auðlindir náttúrunnar ganga til þurrðar fyrr eða síðar. Svo er einnig með olíu, og nú ríkir deila um hvort jarðarbúar hafi náð olíutoppnum, peak oil, og að nú fari að draga úr olíframleiðslu í heiminum. Myndin sýnir tvær spár um olíubirgðir í heiminum. Sú efri er frá IEA, alþjóðaorkustofnuninni, en sú neðri er frá háskólanum í Uppsölum, Svíþjóð. Svíar telja að olíutoppurinn hafi gerst í kringum árið 2006, en IEA stofnunin er bjartsýn og telur að olíutoppnum verði ekki náð fyrr en um 2030. Munurinn á milli þessara spáa er fyrst og fremst í sambandi við olíulindir sem ekki eru enn uppgötvaðar (og eru ef til vill ekki til?) og einnig olíulindir sem ekki hafa enn verið þróaðar. IEA er The International Energy Agency, en það er að nafninu til sjálfstæð stofnun sem starfar fyrir 28 þjóðir. Tíminn mun skera úr um hvor hefur rétt fyrir sér, en alla vega erum við komin mjög nærri olíutoppnum.