Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Eldstöđin Rabaul

Radarmynd af RabaulEitt af virkustu eldfjöllum jarđar er Rabaul í Papua Nýju Gíneu. Ég hef nýlega fengiđ tćkifćri til ađ kanna Rabaul eldstöđina, og er satt ađ segja enn undrandi á hvađ hér er mikiđ umn ađ vera, neđan jarđar og ofan.  Rabaul er askja, sem er um 14 sinnum 9 km á stćrđ, og á öskjubrúninni eru margir virkir gígar.  Ţađ er alveg einstakt varđand Rabaul, ađ hér hafa tveir gígar veriđ virkir samtímis, sitt hvoru megin á öskjubrúninni. Ţetta gerđist fyrst áriđ 1878, ţegar gígarnir Vulcan og Tavurvur gusu saman, og svo aftur áriđ 1937 og nú síđast áriđ 1994.  Rabaul askjan er flói sem er ađ mestu neđansjávar, og af ţeim sökum völdu Ţjóđverjar flóann sem bestu höfn nýlendu sinnar í Nýju Gíneu á nítjándu öld.  Efri myndin er radarmynd af Rabaul öskjunni, tekin af NASA.  Vinstra megin eđa vestan viđ flóann er gígurinn Vulcan, en beint á móti, hćgra megin, er gígurinn Tavurvur, og eru um 6 km milli gíganna.  Ţađ er augljóst ađ gígarnir tveir eru nátengdir, og ađ ţeir gjósa saman úr sömu kvikuţrónni undir öskjunni.  Jarđeđlisfrćingar hafa sýnt fra á, ađ risastór kvikuţró liggur á 3 til 5 km dýpi undir allri öskjunni, og mun kvikan koma ţađan í síđustu gosum.  En svo kemur í ljós önnur kvikuţró á um 8 km dýpi, og sú ţriđja hefur fundist rétt fyrir norđaustan öskjuna.  Ţađ er ekki furđa ađ Rabaul er međ allra virkustu elstöđum jarđar.

Er heimurinn kominn yfir olíutoppinn?


olíutoppurinnFlestar ef ekki allar auđlindir náttúrunnar ganga til ţurrđar fyrr eđa síđar.   Svo er einnig međ olíu, og nú ríkir deila um hvort jarđarbúar hafi náđ olíutoppnum, „peak oil“,  og ađ nú fari ađ draga úr olíframleiđslu í heiminum.  Myndin sýnir tvćr spár um olíubirgđir í heiminum.  Sú efri er frá IEA, alţjóđaorkustofnuninni, en sú neđri er frá háskólanum í Uppsölum, Svíţjóđ.   Svíar telja ađ olíutoppurinn hafi gerst í kringum áriđ 2006, en IEA stofnunin er bjartsýn og telur ađ olíutoppnum verđi ekki náđ fyrr en um 2030.  Munurinn á milli ţessara spáa er fyrst og fremst í sambandi viđ olíulindir sem ekki eru enn uppgötvađar (og eru ef til vill ekki til?) og einnig olíulindir sem ekki hafa enn veriđ ţróađar.  IEA  er The International Energy Agency, en ţađ er ađ nafninu til sjálfstćđ stofnun sem starfar fyrir 28 ţjóđir.  Tíminn mun skera úr um hvor hefur rétt fyrir sér, en alla vega erum viđ komin mjög nćrri olíutoppnum. 


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband