Kljásteinar og Kljá
20.9.2009 | 11:14
Síđastliđiđ vor kom ég viđ í garđinum hjá Einari Ragnarssyni, nágranna mínum í Stykkishólmi. Ţau hjónn eru miklir steinasafnarar og er mest af safninu úti í garđi, bćđi steinar sem eru marglitir af náttúrunnar hendi, og einnig steinar sem ţau hafa málađ á skrautlegan hátt. Ég rak strax augun í basaltstein sem var alsettur löngum og mjóum pípum eđa götum, eins og hann hefđi veriđ kyrfilega borađur í gegn. "Hvar fannstu ţennan" spurđi ég Einar. "Hann er frá sjávarbökkunum viđ fossinn Míganda, fyrir neđan Kljá" svarađi hann. Tvö furđuleg nöfn: Mígandi og Kljá. Ţađ minnti mig á söguna um afa minn, Odd Valentínusson, sem var hafnsögumađur í Stykkishólmi til margra ára. Ţađ var víst ţurrkasumariđ mikla, 1941, ađ allir vatnsbrunnar í Hólminum ţornuđu upp. Afi tók ţađ ţá til ráđs ađ breiđa stórt segl yfir bátinn sinn Golu, og sigldi honum síđan inn undir fossinn Míganda í Helgafellssveit, ţar sem hann fellur beint í sjó fram. Ţegar báturinn var orđinn hálf-fullur ţá bakkađi afi frá landi og sigldi heim í Stykkishólm međ mörg hundruđ lítra af fersku vatni fyrir heimiliđ.
Nćsta dag vorum viđ Einar komnir ađ Míganda til ađ skođa jarđlagiđ međ götóttu steinunum. Mér var nú ljóst ađ ţetta var bólstraberg, eđa hraun sem hađi runniđ út í sjó. Myndin til vinstri sýnir einn hraunbólstrann. Viđ slíkar ađstćđur sýđur sjórinn undir hrauninu og myndar gufu sem brýtur sér leiđ upp í gegnum hraunkvikuna og skilur eftir mjóar pípur í steininum. Mér datt strax í hug kljásteinar ţegar ég fór ađ skođa ţessa undarlegu steina, sem voru allir götóttir og međ löngum pípum. Fjaran var bókstaflega ţakin af götóttum steinum. Seinna komst ég ađ ţví ađ ţetta er grágrýtishraun sem rann frá Hafrafelli á hlýskeiđi fyrir síđasta jökultíma, sennilega fyrir um eitt hundrađ ţúsund árum. Hvađ eru kljásteinar? Sögnin ađ kljá merkir ađ binda vefstein, kljástein eđa vefjarlóđ neđst í vefinn eđa ađ binda lóđ í neđri brún á neti. Kljásteinn er ţá sakka á neti eđa vefjarlóđ. Ţetta á einkum viđ svokallađa standandi vefi, eins og tíđkusđust á Íslandi til forna, en góđ mynd af einum slíkum vef er í ferđabók ţeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar frá 1752 til 1757. Áriđ 2007 og 2008 vann ég ađ rannsóknum á jarđlögum frá Bronzöld á eynni Krít í Eyjahafi, sunnan Grikklands. Ţar rakst ég tvisvar á kljásteina í setlögum, en ţeir höfđu borist í setiđ ţegar flóđbylgja gekk á land og gerđi mikinn usla. Flóđbygjan, eđa tsunami, myndađist af völdum mikillar sprengingar í Santorini eldfjalli um 80 km fyrir norđan Krít. Mynd af ţeim er hér fyrir neđan.
En var ţá skrýtna nafniđ á sveitabćnum Kljá, rétt fyrir ofan sjávarbakkann, ef til vill tengt ţessari miklu námu af kljásteinum hér í fjörunni? Kljá er óvenjulegt nafn fyrir sveitarbć, en sennilega var góđ ástćđa til ađ gefa bćnum ţetta nafn og ef til vill er hana ađ finna í jarđfrćđinni. Steinarnir eru götóttir frá náttúrunnar hendi og ţví tilvaldir sem kljásteinar: auđvelt ađ ţrćđa band í gengum ţá til ađ binda upp í vefstólinn eđa á netiđ. Á Íslandi var mjög erfitt ađ finna steina sem hćgt var ađ bora gat í, og ţví hafa steinarnir frá Kljá veriđ kćrkomnir í standandi vefinn.
Fyrst er getiđ um bćinn Kljá í máldaga Helgafells klausturs frá 1378. Kljásteinar af sömu tegund og finnast viđ fossinn Míganda hafa einnig fundist viđ uppgröftinn í Suđurgötu 3-5 í Reykjavík, en ţar fundust um 50
kljásteinar saman á sama stađ og vefjarskeiđar. Kljásteinar finnast stundum margir saman í uppgröftum og er ţađ yfirleitt talin vísbending um ađ ţar hafi stađiđ vefstađur. Myndin til hćgri sýnir pípurnar í bólstrabergsbrotum frá sjávarbakkanum fyrir neđan Kljá; fyrirtaks efni í kljásteina.
Meginflokkur: Vísindi og frćđi | Aukaflokkar: Bergfrćđi, Snćfellsnes | Breytt 21.3.2010 kl. 14:41 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.