Agung á Balí er að ókyrrast

bali_mapAgung eldfjall austast á eynni Balí í Indónesíu gaus miklu gosi árið 1963. Þá fórust meir en eitt þúsund manns í flóðum og gjóskuflóðum. Í dag berast þær fréttir að mikil skjálftavirkni hefur hafist undir fjallinu (676 skjálftar) og allar líkur eru á að gos sé í aðsigi. Stór svæði á eynni hafa verið rýmd, en Agung er eitt mesta aðdráttarafl túrista á þessum slóðum.   Um fimmtíu þúsund manns búa á hættusvæðinu. Sprengigosið árið 1963 var stórgos, og aska og gas frá því gosi barst víða í háloftum og kann að hafa haft loftslagsáhrif (kólnun). Ég vona að vinur minn Rik Stoedman og fjölskulda i þorpinu Ubud séu ekki í hættu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband