Grænlandsjökull minnkar hratt

LandIceGreenlandEin viðbrögð lesanda á mínu fyrra bloggi var sú, að Grænlandsjökull væri að stækka, sem sýndi að það væri engin hnattræn hlýnun í gangi. Þetta er leiður misskilningur, sem ég vill leiðrétta hér og birta staðreyndir í þessu máli. Það eru ýmsar aðferðir við að mæla jökul. Við getum fylgst með flatarmáli, þykkt eða hæð og síðast en ekki síst rúmmáli eða massa. Bráðnandi jökull getur þynnst og lækkað en hann getur samstundis runnið fram og lækkað og þar með aukið flatarmálið um tíma.

Besta mælingin á massa eða rúmmáli Grænlandsjökuls kemur frá gervihnettinum GRACE. Það eru reyndar tveir hnettir, sem svífa hlið við hlið og gera nákvæma þyngdarmælingu reglulega á rúmmáli Grænlandsjökuls. Niðurstöður má sjá á meðfylgjandi mynd. Þar kemur fram að Grænlandsjökull tapar að meðaltali um 286 Gigatonnum á ári (gígatonn er jafnt og einn miljarður tonna). Það er því fjarstæða að halda því fram að Grænlandsjökull sé að stækka, þegar litið er á kaldan sannleikann sem kemur frá slíkum gögnum gervihnatta. Hættið að stinga hausnum í sandinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Gæti það haft einhver áhrif á sjávarhæð hér við landi?

Jón Þórhallsson, 11.9.2017 kl. 12:43

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Haraldur Sigurðsson, 11.9.2017 kl. 13:02

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Síðustu mælingar  tengt sjávarhæð hér við land eru síðan 2005.

Það gæti veirð verkefni fyrir Veðurstofu íslands að fræða okkur um allra nýjustu tölurnar þessu tengdu hér við land.

Jón Þórhallsson, 11.9.2017 kl. 13:24

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

... þessu tengdar, nafni!

Hnattræn hlýnun mun vera staðreynd, en hitt er engin sönnuð staðreynd, að hún komi til af manngerðum ástæðum, útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Miklu meiri breytingar hafa orðið á loftslagi áður fyrr án aðkomu mannsins, ísaldir og hlýaldarskeið skipzt á og sólin kannski meiri áhrifavaldur en nokkuð annað.

Gott er þó að losna við meinóholla diselolíuna úr útblæstri!

En segja mætti mér, að sót sem sezt á jökla hafi með tímanum meiri áhrif á bráðnun þeirra en nokkuð annað sem maðurinn getur verið valdur að. Útblástur bíla vegur a.m.k. harla lítið miðað við útblástur fiskiskipaflota og flugvéla mannanna, sbr. skrif verkfræðinga um þau mál.

Gaman væri að heyra álit Haraldar o.fl. á þessu.

Jón Valur Jensson, 11.9.2017 kl. 19:03

5 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

NASA data clearly establishes that there has always been a cycle to CO2 long before man’s industrial age... and handing academics $100 billion to prove global warming is an absolute joke.

Jónas Gunnlaugsson | 1. maí 2017

Bara að segja sömu ósannindin nógu oft, er haft eftir Göbbels.

Er þarna verið að segja að Akademían fái 100 billion dollara, 100 miljarðar, ef Akademían skrifi um að hlýnunin sé af mannavöldum.

Egilsstaðir, 11.09.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 11.9.2017 kl. 20:56

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Kanski að Grænland geti tekið yfir íslenska landbúnaðinn, sem Kúlulána Drottninginn er að eyðileggja?

Það væri allt eftir öllu að Grænland yrði matar karfa Íslands!

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 12.9.2017 kl. 01:33

7 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þeir félagar Jónas og Jón Valur virðast þeirrar skoðunar að atburðir verði án orsaka.

Jú það er rétt að hitastig hefur áður sveiflast og það talsvert mikið, einnig að CO2 magn hefur sveiflast og ekki síður. En hvorugt gerist án orsaka.

Núverandi hlýnun hefur enga aðra sýnilega orsök en aukningu CO2, og núverandi aukning CO2 hefur enga aðra sýnilega orsök en útblástur mannsins.

Margir virðast halda að það að benda á fyrri sveifur sé rök gegn kenningu um hlýnun af mannavöldum. Því er reyndar öfugt farið: Það að hitastig getur sveiflast svona mikið (og að sveiflur í CO2 magni séu einn orsakavalda) eru þvert á móti einhver bestu rökin fyrir þeirri kenningu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 12.9.2017 kl. 05:02

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Bæði sólgos og eins loftsteinahröp og síðast, en ekki sízt eldgos geta haft hér áhrif fremur en nokkur mannleg áhrif, lagsi :D

Jón Valur Jensson, 12.9.2017 kl. 15:07

9 identicon

"Á einu ári er u.þ.b. jafnmiklu jarðefnaeldsneyti eytt og tók milljón ár að myndast"."Olía er svo dýrmæt auðlind að hana ætti einungis að nota til lyfjaframleiðslu". Eitthvað á þessa leið mælti hinn merki þýski eðlisfræðingur, próf.Harald Lesch, í spjallþáttum sínum, Terra X.

Hve lengi ætlar mannkynið sér að búa á jörðinni? 

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.9.2017 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband