Hamfarir a Grænlandi

EarthÞað er ótrúlega erfitt að fá tryggar heimildir fyrir því hvað gerðist á vestur Grænlandi, laugardagskvöld, hinn 17. júní, 2017. Við vitum að flóðbylgja skall á þorpið Nuugaatsiaq, og fjórir fórust af völdum hennar. Þorpið er á eyju í Uummannaq firði.

Í fjalli sem er um 21 km fyrir norðvestan þorpið varð jarðskjálfti að styrk 4.5 hinn 16. júní, kl. 10:48 á um 10 km dýpi. Kortið sem fylgir sýnir staðsetningu skjálftans og þorpsins fyrir sunnan. Þessi skjálfti verður því meir en einum sólarhring áður en flóðbylgjan rís í Nuugaatsiaq. Þá verður annar skjálfti hinn 17. júní kl. 20:39, sem er minni, eða 3.9 að styrk, en á 0 km dýpi. Hann kemur fram á IRIS kerfinu. Staðsetning seinni skjálftans er í fjallendi um 50 km austar, en stðseting kann að vera óviss.  

Arktisk Kommando hefur birt góðar myndir af fjallshlíðinni fyrir norðan Uummannaq fjörð, teknar hinn 20. júní, sem sýna að hlíðin er öll á hreyfingu og að berghlaup hafa farið af stað. Það er líklegt að fyrri skjálftinn hafi komið af stað hreyfingu í fjallshlíðinni, sem leiddi af sér berghlaup og síðan flóðbylgjuna.  Jarðlög i fjallinu virðast vera blagrytislög, sem eru algeng fra Tertier tima a miðri vestur strönd Grænlands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vissulega gétur jarðskjalfti verið til vandræða en gétur verið að slakna á sífreranum á þessum slóðum. áhugavert framhlaupið í öskjuvatn fyrir nokkrum árum.

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 05:32

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Sennilega er jarðskj

alftinn ekki tengdur minnkandi sífrera, en kann að vera tengdur minnkandi fargi meginjökuls Grænlands. Svo er spurning: var annar jarðskjálftinn afleiðing af berghlaupinu?

Haraldur Sigurðsson, 22.6.2017 kl. 10:23

3 Smámynd: Jón Páll Vilhelmsson

Virðist ekki vera mikið á myndum en fljóðbylgan hefur farið án hindrana þvert yfir fjörðin og lent á þorpinu hinu megin: https://www2.forsvaret.dk/omos/organisation/arktisk/nyhederfraAK/Pages/FlodbølgeiUummannaqFjorden.aspx

Jón Páll Vilhelmsson, 23.6.2017 kl. 17:47

4 identicon

Um berghlaupið 2000 "aðeins" syðri

http://www.geus.dk/DK/publications/popular-geology/geo-nyt-geus/Sider/gi023_01.aspx

Jón Á Ásgeirsson (IP-tala skráð) 29.6.2017 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband