Loftsteinar til sölu!

UntitledLoftsteinar berast til jarðar öðru hvoru, en eru mjög sjaldgæfir og dýrmætir hlutir. Þeir veita okkur mikilvægar upplýsingar um ástand og gerð pláneta og um uppruna heimsins okkar, en þeir eru einnig mjög fagrir hlutir, sem hafa farið í gegnum hreinsunareldinn við það að komast klakklaust inn í gegnum lofthjúp jarðar. Mig hefur alltaf dreymt um að finna loftstein á göngu minni um óþekkt svæði víðs vegar á jörðu, en hef ekki enn orðið svo heppinn. Uppboðshaldarinn Christie´s heldur fremur óvenjulegt uppboð frá 3 til 10. maí á loftsteinum. Þar er margt merkilegt að finna. Þar á meðal eru loftsteinar sem eru nær algjörlega úr járni, og eru þeir taldir koma úr kjörnum pláneta sem hafa brotnað. Þá er hægt að gera tilboð í pallasít loftsteina, sem eru að hálfu úr járni og nikkel og að hálfu úr risastórum kristöllum af ólivín (mynd). Þeir eru uppáhaldssteinarnir mínir, en þeir mynduðust á mörkum kjarnans og möttuls í einhverri plánetu sem nú er brotnuð í smælki. Nú, ef það er ekki nógu gott, þá getur þú fengið þér loftsteina, sem hafa borist til jarðar frá mars eða frá tunglinu. Mars loftsteinar eru ´serstkir, og hafa efnasamsetningu sem bendir eindreigið til uppruna á mars. Það er vitað um aðeins 150 kg af mars loftsteinum, svo þessi er fágætur, enda er áætlað verð á honum $50,000. Frekari upplýsingar um uppboðið má sjá hér

https://onlineonly.christies.com/s/deep-impact-martian-lunar-other-rare-meteorites/lots/346

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það er furðulegt að grjót skuli geta borist plánetnanna á milli.

Ber að skilja svo að loftsteinn hafi skollið á Mars með slíkum krafti að grjót hafi rifnað upp, þeyst út í geiminn og lent um síðir á jörðinni?

Ef svo er, þá er ekki útilokað að efni frá Mars hafi borist í plöntur og dýr. Kannski erum við að hluta til gamlir marsbúar.laughing

Hörður Þormar, 1.5.2017 kl. 16:13

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Loftsteinar frá mars og tunglinu berast hingað vegna þess að stórir steinar skella á þessa nágranna okkar og þá kastast smágrjót út og sumt af því berst til jarðar. Það merkilega er að vísindamenn geta greint hvaðan grjótið kemur. Marsgrjót er auðþekkt vegna þess að það inniheldur gas eða lofttegundir sem einkenna þá plánetu.

Haraldur Sigurðsson, 1.5.2017 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband