Sóra sprungan í Petermann jökli

petermann-crack.jpgEinn stærsti jökull Grænlands er Petermann jökullinn, nálægt nyrsta odda Grænlands. Jökultungan er um 70 km löng og um 15 km breið, og flýtur á hafinu. Þykktin á ísnum er um 600 m syðst, en um 30 til 80 m þar sem hún flýtur á hafinu.   Árin 2010 og 2012 brotnaði jökullin og tvær risastórar íseyjar, samtals um 388 ferkm. ráku til hafs og bráðnuðu.   Nú er að opnast ný sprunga í Petermann, og ef hún opnast, þá losnar frá íseyja sem er um 180 ferkm. að flatarmáli. Sennilega myndast sprungurnar vegna þess að jökullinn er að bráðna neðan frá, vegna þess að heitari sjór streymir inn sundið. Sennilega brotnar eyjan frá í sumar, þegar hafið fyrir framan Petermann verður íslaust. En þegar Petermann brotnar á þennan hátt, þá er hætt við að aðaljökullinn skríði fram í meira mæli í náinni framtíð. Það getur haft hröð áhrif á sjávarmál um heim allan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er hægt að sjá hvernig landið undir Grænlandsjökli lítur út: https://svs.gsfc.nasa.gov/cgi-bin/details.cgi?aid=4097 . Gríðarmikið gljúfur sem fannst fyrir nokkrum árum endar einmitt í þarna í Petermannjökli. Brúnir litir þýða að botn jökulsins er undir sjávarmáli en grænir að berg nær upp fyrir sjávarmál.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2017 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband