Blómgun eykst um 47% í hafinu

phytoplankton_0001.jpgSjórinn umhverfis okkur á Norður Atlantshafi er grænn. Sjórinn í Karíbahafi og Miðjarðarhafi er fallega blár, en hann er blár vegna þess að hann er dauður, snauður af grænþörungum. Sjórinn í norðri er hins vegar fullur af grænþörungum, sem gefa honum lit og eru grundvöllur fæðukjeðjunnar og alls lífríkis hafsins. Mælingar með gervihnöttum gera kleift að ákvarða framleiðni lífríkis í hafinu og fylgjast með því hvernig framleiðni breytist með tímanum. Það eru aðallega mælingar á blaðgrænu. Nú þegar hafísþekjan dregst hratt saman á norðurslóðum, þá nær sólarorkan til enn meiri hluta hafsins og framleiðni rýkur upp. Þörungar blómgast. Frá 1997 til 2015 hefur framleiðni í hafinu á norðurheimsskautinu hækkað um 47% af þessum sökum. Það er ekki vitað hve lengi framleiðni getur vaxið á þennan hátt, en hún mun takmarkast af því hvað mikið næringarefni er fyrir hendi í hafinu og hve lengi það dugar. Mikið næringarefni berst til sjæavar með íslenskum jökulám og einkum með jökulhlaupum í kjölfar eldgosa. En stóra breytingin er að gerast nú, þegar hafís hverfur, en þá nær ljós að geisla yfir ný hafsvæi og blómga þau. Myndin sýnir slíka blómgun í Norður-Atlantshafi og Íshafinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Takk fyrir Haraldur, ég er ekki mikill haffræðingur, en skyggni hér takmarkast þá að megin efni af þörungum.  ég synt í sjó við Ísland, einkanlega í Nauthólfsvík á unglingsárum og  svo horft til botns á austfjörðum og á norðanverðu Snæfellsnesi í um fjóra áratugi og hélt að hvergi væri hreinni sjór en við Ísland, þó skyggni sé reyndar oft mjög misjafnt.

Svo lenti ég til Kípur fyrir um þrjátíu árum og þar var sjórinn svo kristals tær að allt var skírt á botninum á sex  til átta metra dýpi.  Þetta kom mér á óvart, en fararstjórarnir sögðu að sjórinn væri svo saltur þarna að í honum þrifist ekkert líf. Það var nú ekki alveg rétt því þarna sá ég ýmiskonar botndýr,krabba og sæstjörnur en enga fiska. 

En hvað með súrnun hafanna sem nú er stundum talað um? Er fylgni á  milli loftmengunar og ætlaðrar súrnunar, eða stafar hún mest af iðnaðar frárennsli.  Er möguleiki að þessi þörungablómi vinni gegn mengun? Á Kípur fór allt frárennsli þarna á gríska hlutanum í gegnum hreinsistöðvar á þessum tíma. 

Hrólfur Þ Hraundal, 27.11.2016 kl. 13:39

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Súrnun hafsins stafar af útblæstri af CO2 frá iðnaði og umferð. Koltvíoxíð í andrúmslofti leysist síðan upp sem sýra í sjónum. Stóra hættan er að sýrumagn sjávar fari yfir þau mörk, sem kalk þrífst við. Ef það gerist, þá leysat upp skeljar sjávardýra og stökkbreyting verður á ásstandi hafsins --  til hins verra.

Haraldur Sigurðsson, 27.11.2016 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband