Þegar allt bráðnar

untitled_1291468.jpgSífrerinn í norðri er að bráðna hratt. Sumar afleiðingar þess eru strax ógnvænlegar, eins og losun af miltisbrandi upp úr gömlum gröfum, sem eru nú að þiðna í Síberíu. Aðrar afleiðingar eiga eftir að koma í ljós á næstunni. Sífrerinn eða freðmýrar er miklu umfangsmeiri en flesta grunar, en hann nær yfir um 24% af öllu norðurhveli jarðar. Í sífreranum leynast um 1700 milljarðar tonna af kolefni, sem mun berast út í andrúmsloftið þegar hann bráðnar. Þá berst þetta kolefni út í andrúmsloftið sem CO2 og metan gas, CH4. Bráðnun sífrerans er hægfara þróun, sem mun smátt og smátt valda losun af kolefni, mest metan, út í andrúmsloftið næstu tvær aldirnar. Árið 2300 er talið að sífrerinn hafi gefið frá sér um 400 milljarða af metan út í andrúmsloftið. Til samanburðar er útlosun mannkynsins af kolefni vegna brennslu af kolum og olíu nú um 8 milljarðar tonna á ári. Ef við höldum áfram að brenna kolum og olíu í sama magni og nú, þá bætum við við meir en 2000 milljörðum tonna á sama tíma. Við mengum því enn meir en sífrerinn getur -- nema ef við breytum um hátterni. Sífrerinn er því ekki stóra vandamálið, heldur er maðurinn sjálfur stóra hættan hvað varðar loftslagsbreytingar og hnattræna hlýnun. Þúfurústir og melatíglar eru vitneskja um sífrera og þessi fyrirbæri eru nokkuð algeng á hálendi Íslands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband