Tuttugu ár af stórskjálftum

skja_769_lftar.jpgMyndin sýnir hvar stórskjálftar (stærri en 7.0) hafa orðið á jörðu undanfarin tuttugu ár (1995 til 2015). Nýjasti skjálftinn af þeiri stærð var sá sem reið yfir Afghanistan nú hinn 26. október (svarti hringurinn), með upptök á um 200 km dýpi undir Hindu Kush fjöllum. Þessi dreifing stórskjálfta sem myndin sýnir segir okkur magt merkilegt. Í fyrsta lagi eru nær allir skjálftarnir á mótum hinna stóru fimmtán jarðskorpufleka, sem þekja jörðina. Í öðru lagi eru nær allir stórskjálftarnir á mótum þeirrar tegundar flekamóta sem við köllum sigbelti. Það eru flekamót, þar sem einn flekinn sígur niður í möttulinn undir annan fleka og við núning milli flekanna koma skjálftar fram. Slík sigbelti eru einkum algeng allt umhverfis Kyrrahafið. Takið einnig eftir, að aðeins örfáir stórskjálftar myndast á úthafshryggjum eða þeirri tegund af flekamótum, þar sem gliðnun á sér stað. Til allrar hamingju fyrir okkur, sem búum á slíkum flekamótum á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gétur verið aðöll þessi olíjuvinnsla orsaki harðari jarðskjálfta géturverið að olíjan sé dembari á jarðskjálda vanig að þeir verði minni t.d, borgin oms í íran sem hafði staðið af sér marga skjálfta hrundi í einum slíkum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 30.10.2015 kl. 13:07

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Dæling olíu úr jörðu orsakar skjálfta, en þeir eru mjög litlir, likt og dæling pækils niður í jarðskorpuna undir Hellisheiðarvirkjun gerir.

Haraldur Sigurðsson, 30.10.2015 kl. 13:25

3 identicon

þakka fyrir ágætur puntur. en að mínu mati er stór munur á vatni og olíju. olíjan er seigari það hefur ekki reint að neinu marki á á jarðskjájlfta á hellishæðarsvæðinu svæðinu sem er niðurdælíng en ekki uppdækíng, nær væri að tala nesjavelli að vísu skilst mér að það sé dælt vatni omí borholur þar satt eða logið veit ég ekki en hafa farið fram ransóknir á jarðskjálftum fyrrir og eftir hellisheiðarvikjun

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 07:20

4 identicon

tók eftir meinlrgri villu þegar ég skrifa um niðurdælínhu á ég við á ég við niður í olíjubrunna til að lifta olíjuni upp

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 31.10.2015 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband