Milljón kúkar úti á túni
7.7.2015 | 17:39
Við fögnum því að erlendir ferðamenn hópast nú til Íslands og eru duglegir að njóta náttúrufegurðar hér á Fróni. En því fylgja óhjákvæmilega ýmis vandamál, sem ekki hefur verið nægilega fjallað um, en munu óhjákvæmilega valda miklum spjöllum á náttúru landsins í náinni framtíð. Eitt af þeim er umgengni ferðamanna, sem velja sér næturstað við þjóðveginn. Þegar ekið er um landið eru litlir sendibílar eða campers við veginn orðin mjög algeng sjón, en þar hafa erlendir ferðamenn komið sér fyrir yfir nóttina. Margar bílaleigur, eins og Kúkú campers, Go Iceland, Happy Campers og fleiri, beinlínis hvetja ferðamenn til að hafa þennan ferðamáta og auglýsa þannig ókeypis gistingu við veginn. En hvar gengur þetta fólk örna sinna? Auðvitað úti í móa við veginn eða á bak við bílinn. Erum við að ef til vill komast á það stig að hér verði gerðir milljón kúkar á dag við veginn? Viljum við lýða slíkan sóðaskap á okkar landi? Í öllum bæjarfélögum eru ágætis tjaldstæði, með salerni og hreinlætisaðstöðu. Er ekki kominn tími til að stemma stigu við þessari þróun og skipa erlendum ferðamönnum að notfæra sér slík viðurkennd og skipulög tjaldstæði? Sumar bílaleigur og netmiðlar hafa skapað andrúmsloft, sem hvetur ferðamenn til að gera allar sínar þafir úti í Íslenskri náttúru. Hér eru nokkur dæmi um slíkt, tekin af netinu:
Passion Passport: The Law of Survival states that you can stop on any mans land for a night and eat anything that grows on that land. That means that its completely acceptable and legal to sleep in your car, whether youre on private property, in a national park, or at a designated rest stop.
By the end of our trip, I felt like I really communed with nature in the sense that (how do I put this delicately?) I peed in every corner of Iceland.
You can park the car nearly anywhere in the country and sleep in the back of it.
Myndin sem fylgir segir sína sögu, en takið eftir skiltinu inni í rauða hringnum, sem bannar tjaldsvæði.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkur: Ferðalög | Facebook
Athugasemdir
Ég geri ekki ráð fyrir að hamfarir séu , almennt á ósklista Íslendinga og ég geri ráð fyrir að það sama eigi við um þann hamfara túrisma sem nú er kynt hér undir.
Það er nokkuð látið með það að ferðamanna iðnaðurinn svonefndi sé komin frammúr fiskveiðum og vinnslu fjárhagslega séð en fiskvinnslan og útgerðin hafa alltaf borgað sin kostnað sjálf .
Ef grannt væri skoðað þá kæmi í ljós að það er ærið margt sem ferðamanna iðnaðurinn greiða ekkert fyrir, en selur. Þó eru til ferðaþjónustuaðilar sem sómi er að, en hættan liggur alltaf í gráðugum siðblindum fjárfestum.
Hrólfur Þ Hraundal, 7.7.2015 kl. 21:36
Er er ekki viss um að allir séu sammála því, að útgerð og landbúnaður hafi ætið greitt sinn kostnað. Niðurgreiðsla á landbúnaðarvörum hefur verið ríkjandi lengi. Ýmsar stofnanir hafa verið reistar af ríkinu til að þjóna þessum atvinnuvegum, en ekkert slíkt hefur verið byggt til að styrkja ferðamannaiðnaðinn.
Haraldur Sigurðsson, 7.7.2015 kl. 21:49
Takk fyrir þetta innlegg Haraldur. Málefnalegt að vanda og réttmætt tilefni til að benda á þennan sóðaskap sem á auðvitað ekki að lýðast. "Það er engin staður betri en klósettin sem boðið er uppá" sagði góður maður við mig fyrir margt löngu. Það er raunveruleg þörf á salernum mun víðar en við sjáum í dag og þar þarf að finnast lausn sem skilur eitthvað eftir sig til viðhalds og þrifa. Sjálfsalaklósett eða salernisaðstaða sem ferðamenn verða að greiða fyrir og þykir sjálfsagt að greiða fyrir a.m.k. erlendis. Svo vil ég biðja ykkur endilega að nota orðið Ferðaþjónusta í stað ferðaiðnaðar. :-) Með þökk og kærri kveðju.
Ásbjörn Björgvinsson (IP-tala skráð) 9.7.2015 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.