Kjarval í Eldfjallasafni

KjarvalAð öðrum ólöstuðum er ljóst að Jóhannes S. Kjarval er merkasti listamaður Íslands.   Það er því mikil ánægt að tilkynna að nú er eitt af verkum Kjarvals til sýnis í Eldfjallsafni í Stykkishólmi. Hér er um að ræða mynd af Snæfellsjökli, sem gerð er um haustið 1953. Kjarval er einkum þekktur fyrir myndir sínar af hraunmyndunum og landslagi, sem sýna stórbrotna náttúru landsins. Kjarval byrjaði að mála Snæfellsjökul árið 1910 og fór sinn fyrsta leiðangur á Snæfellsnes árið 1919. Uppúr 1940 fór hann margar ferðir á Snæfellsnes og málaði víða um Nesið. Hann unni landinu umhverfis Jökul svo mikið, að árið 1944 festir hann kaup á jörðinni Einarslón undir Jökli fyrir 20 þúsund krónur. Einarslón er fast við Djúpalón, sem nú er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Snæfellsnesi. Myndin í Eldfjallasafni sýnir suður hlíð Snæfellsjökuls og lítur litamaðurinn hér í áttina að Hjartabrekkum fyrir ofan Laugatjörn. Myndin er máluð með vatnslitum á pappír og er í eigu Katrínar Jónsdóttur.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband