Alþingishús er enn merkt Dönum

althingishu_769_s.jpgNú berst sú frétt að ríkisstjórn hyggist láta byggja við Alþingishús Íslendinga. Það verður þá sjálfsagt einhver glerálma, sem er jafn ósmekkleg og út úr stíl hússins, eins og álman sem var byggð fyrir nokkrum árum.  En skyldu þingmenn nokkurn tíma lyfta höfði þegar þeir ganga inn í húsið og líta á kórónu Kristjáns 9 danakonungs, sem trjónar efst á húsinu? Hvernig má það vera að Íslendingar láti við lýðast í öll þessi ár að æðsta stofnun þjóðarinnar sé merkt svo kyrfilega með merki nýlendukúgarans? Maður hefði nú haldið að einhverjir duglegir piltar hefðu klifið hér upp á þak í Búsáhldabyltingunni og fjarlægt skömmina, en svo fór ekki. Væri ekki best að minnast aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018 með því að fjarlægja þessa skömm?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er þessi frétt um viðbyggingu ekki Aprílgabb?

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 1.4.2015 kl. 12:16

2 identicon

Þetta er nú með lélegri afsökunum sem maður hefur heyrt í langan tíma, að það megi ekki skipta um gildandi skjaldarmerki á alþingishúsinu okkar af sögulegum ástæðum.
Er danska mafían þarna eitthvað að halda í ólöglega drauma?
Annars þegar kemur að stækkun alþingis þá væri gaman að sjá umræður um að þeir grafi sig niður, þ.e. búi til rými neðanjarðar. Sérstaklega væri gaman að sjá hversu margir mundu mótmæla því harðlega af einhverjum ástæðum... 8-

Þorsteinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.4.2015 kl. 13:15

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kristján 9 var konungur Íslands þegar Alþingishúsið var reist. 

Ómar Ragnarsson, 1.4.2015 kl. 21:57

4 identicon

Skjaldarmerki dana á Alþingishúsinu  er tímana tákn, við löngu orðin frjáls og óháð erlendu ofurvaldi. Minning sem má aldrei gleyma að land og þjóð var fátæk fámenn og réð engu um framtíð eða afkomu. Um aldir vorum við kúuð og arðrænd fiskur og ullarvörum voru flutt út til danmerkur sagan er löng og  niðurlæging þjóðarinnar var mikill.í dag erum við frjáls það er að segja ef við höfum skynsemi til að  halda okkur frá ESB inngöngu og ráðum sjálf innanríkismálum og stjórnum útflutningi, í mörg ár fór kórena dana á Alþingishúsinu í "taugarnar "á mér , en í dag horfi ég á hana og hugsa  aldrei aftur  undir öðru ríki  áttahundruð ára kúun var þjóðinni nóg. Leggjum fjöregg, okkar ekki í hendur erlendra aðila í mínum huga er það landráð  ekkert ESB. takk..

Ásthildur Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 10:39

5 identicon

Talibanar í Afganistan og Ísisliðar í Írak hafa verið duglegir við að hreinsa burt allt svona sem þykir menningarleg óhæfa.

Rétttrúnaður og öfgar taka á sig ýmsar myndir. Og lítilmenni skammast sín fyrir sögu þjóðar sinnar. Það er ekki gott þegar það fer saman.

Ufsi (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 15:17

6 identicon

Nýlendukúgun?  Bull og vitleysa, líklega

stærtu mistök Íslendinga að segja sig frá

Dönum.  Við erum búin að margsanna

að við ráðum ekki við rekstur eigin þjóðarbús.

En Danir voru fegnir að losna við okkur!

Gleymdu því ekki að þrælahald (vistabönd

á íslensku) á Íslandi var ekki afnumið fyrr en danski konungurinn

gaf skipun.  

Páll (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband