Bárđarbunga er bólugrafin

Bárđarbunga radarHvernig lítur Bárđarbunga út eftir allar ţessar hamfarir neđan jarđar? Hefur hún látiđ á sjá? Svar viđ ţví fáum viđ međ ţví ađ skođa ţessa mynd, sem TerraSAR-X radar gervihnöttur Ţjóđverja tók. Ţađ er German Aerospace Center (DLR) eđa Geimrannsóknastöđ Ţýskalands, sem tók myndina, en Fjarkönnun ehf leyfir okkur ađ birta hana hér.  Viđ ţökkum Ágústi Guđmundssyni fyrir. Radarmyndin er sérstök, ţví ađ upplausn um 1 metri. Hún er tekin hinn 3. mars 2015. Ţađ sem mađur tekur strax eftir eru sigkatlarnir, sem rađa sér eftir brúnum öskjunnar. Ţeir myndast einmitt ţar sem jökullinn er ţynnstur. Í miđju öskjunnar er ţykkt jökuls um 800 metrar, en um ţađ bil 200 metrar á brúnum öskjunnar, ţar sem bergiđ kemur nćst yfirborđi. Mađur tekur stax eftir ţví ađ ţađ eru ţrír stórir sigkatlar, og tveir minni.  Ţeir rađa sér á öskjubrúnina, en sennilega er ţađ vegna ţess ađ hiti leitar upp međ berginu og brćđir ísinn fyrir ofan. Ađ öllum líkindum hefur hitauppstreymi vaxiđ á međan eldsumbrotunum stóđ, en ţá var mikil hreyfing á hringlaga misgengi, sem markar útlínur öskjunnar. Mér ţýkir líklegast ađ nú dragi hćgt og hćgt úr ţví uppstreymi hita og ađ sigkatlarnir fyllist aftur af snjó međ tímanum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á flugi yfir Bárđarbungu í janúar náđi ég myndum af 2-3 sigkatlanna og skelli ţeim kannski inn á bloggsíđu mína viđ tćkifćri í dag. 

Ómar Ragnarsson, 13.3.2015 kl. 12:29

2 identicon

Magnús Tumi hefur leitt mćlingar til ađ fylgjast međ ţróunn ţessara katla frá ţví september međ reglubundnum yfirflugum. Einnig hefur hópur á vegum Freysteins Sigmundssonar unniđ úr radargögnunum úr bćđi TerraSAR-X tunglunum og úr öđrum SAR gervitunglum. Flestir ţessara katla byrjuđu ađ myndast međan gangurinn var ađ ferđast norđur í Holuhraun eđa fljótlega í kjölfariđ. Sumir voru ţó ţekktir frá ţví áđur. En MTG hefur nokkuđ góđa yfirsýn yfir ţróunn katla á ţessu svćđi sýđustu árinn.

Benedikt G. Ófeigsson (IP-tala skráđ) 15.3.2015 kl. 01:02

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband