Farðu og sjáðu Leviathan
1.2.2015 | 14:09
Rússneska kvikmyndin Leviathan eftir Andrei Zvyagintsev er risavaxin ádeila á Rússland í dag. Siðleysi, ofdrykkja, lág menning, spilling: þetta er allt lagt fram á borðið og alltaf sigrar yfirvaldið í lokin. Myndin gerist í litlu úgerðarþorpi úti á Kola skaga. Stórbrotin náttúra, einangrun, villt landslag, dálítið íslensk stemning, brostin hjónabönd, þar sem samræðurnar far fram við eldhúsborðið. Og vodkadrykkjan! Drottinn minn! Er þetta satt? Ég er smátt og smátt að átta mig á hvað kirkjan hefura aftur náð miklum ítökum í rússneskri menningu og er komin innarlega í valdakerfið. Stóri brandarinn er að myndin var styrkt af Menntamálaráðuneyti Rússlands. Ég efast ekki um, að Pútin mun láta endurskoða þær reglur. Maður er eiginlega í áfalli eftir að hafa séð þessa mynd. Leviathan getur verið stóri hvalurinn, sem liggur djúpt í hafinu en getur farið að bylta sér órólega eins og rússneska þjóðin kann að gera. En Leviathan getur einnig verði dauði hvalurinn, sem er rekinn á land og liggur rotnandi í fjörunni, eins og rússneska þjóðfélagið í dag? Ykkar er valið.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Mannfræði, Menning og listir | Facebook


stjornuskodun
loftslag
omarbjarki
emilhannes
agbjarn
postdoc
nimbus
hoskibui
turdus
apalsson
svatli
greindur
askja
juliusvalsson
redlion
kamasutra
vey
blossom
aslaugas
agny
annaeinars
hekla
brandurj
gisgis
einarorneinars
fornleifur
gessi
helgigunnars
himmalingur
kolgrimur
keli
brenninetla
jokapje
thjodarskutan
photo
kollakvaran
hringurinn
kristjan9
maggadora
marinomm
nhelgason
hross
duddi9
sigurfang
summi
villagunn










Athugasemdir
Áhugavert og sorglegt í senn.
Hvar er hægt að sjá þessa mynd?
Andrea Þormar (IP-tala skráð) 3.2.2015 kl. 09:19
Hana má skoða á internetinu.
Haraldur Sigurðsson, 3.2.2015 kl. 12:28
Mjög góð mynd og mjög mikil ádeila á stjórnvöld
hvar sem er.
Hér má ná í myndina ef þú ert með bittorrent til
að hala henni niður..
http://www.torrenthound.com/hash/5ff484a78e5ac0766f7af7be73076bc5bf157b05/torrent-info/Leviathan-2012-1080p-BrRip-x264--YIFY
Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 3.2.2015 kl. 21:11
Semsagt ekki mikið byggt á bókinni eftir Hobbes?
Ásgrímur Hartmannsson, 4.2.2015 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.