Sviðsmenn Carnegie Hall fá 40 milljónir í árslaun

labour-unions.jpgÉg hef verið í verkalýðsfélagi í Bandaríkjunum frá 1974 (AAUP, stofnað 1915) og hef notið góðs af því, en ef til vill valdi ég ekki rétt! Ef ég væri að velja mér verkalýðsfélag í dag, þá væri það tvímælalaust félag sviðsmanna í Carnegie Hall í New York. Einn trésmiðurinn er með $441,223 í árslaun, einn rafvirkinn með $425,872 og aðrir eftir því. Carnegie Hall er að sjálfsögðu einn fremsta hljómleikahöll í heimi, en fyrr má nú vera! Eins og gefur að skilja þá ganga stöður oftast frá föður til sonar í þessu verkalýðsfélagi.   Fyrsta konan fékk loks inngang í félagið árið 1975. Ein kona sem starfaði í hljómsveit á sviðinu sagði mér að það hefði kostað $2000 að fá einn hljóðnema fluttan um fimm metra á sviðinu. Svona mafíu-háttarlag hefur yfirleitt eyðilagt mikið fyrir verkalýðsfélögum í Bandaríkjunum og hafa þau því verið sprengd upp hvert á fætur öðru. En á Íslandi er þessu öðruvísi háttað. Mér sýnist helst að atvinnurekendur ráði mestu hér í verkalýðsfélögunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband