Huang Nubo tókst það ekki, en CNOOC er komin inn, með Eykons hjálp

Árið 2011 munaði litlu að Kínverski auðmaðurinn Huang Nubo næði fótfestu á 300 Eykon á Drekaferkílómetra eign á Grímsstöðum á Fjöllum. Málið vakti mikla athygli og deilur, en flestir Íslendingar voru hreinlega furðu lostnir á þessum áhuga Kínverja á landssvæði inni á öræfum og við fengum aldrei fulla skýringu á hvað Kínverjar væru eiginlega að fara. Það mun hafa verið skelegg mótstaða Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra, sem kom í veg fyrir að svo færi. Nubo er nú horfinn af sjónarsviðinu, en aðrir Kínverskir umboðsmenn eru komnir í stað hans og í þetta sinn hefur þeim tekist að koma sér fyrir í Íslenskri lögsögu, að því er virðist á þess að nokkur taki varla eftir.   Sérleyfi var veitt til olíuleitar á Drekasvæðinu í janúar 2014. Leyfið var veitt til CNOOC Iceland ehf. sem rekstraraðila með 60 % hlut, Eykon Energy ehf., með 15 % hlut og Petoro Iceland AS með 25 % hlut. CNOOC er China National Offshore Oil Corporation, risastórt Kínverskt olíufélag, sem er eigandi margra borpalla og ræður yfir miklu fjármagni. Þeir eru færir um að bora margar borholur, en ein slík getur kostað eins og heil Harpa, eða marga tugi milljarða. Orkuleitarfyrirtækið sem nú er skráð inn á Drekasvæðinu er undir nafninu Eykon Energy, en nú vitum við að Kínverski olíurisinn CNOOC er 60% meirihluta hlutafi í Eykon.   Þannig hafa Kínverjar náð fótfestu án nokkura mótmæla innan Íslenskrar lögsögu. Drekinn er að verða Kínverski Drekinn. Þetta eru tímamót, ekki einungi á Íslandi, heldur á öllum norðurslóðum: fyrsta Kínverska fyrirtækið, sem kemur sér fyrir í þessum heimshluta, þrátt fyrir mótstöðu Kanada, Bandaríkjanna og Rússa. Sennilega er mikilvægara fyrir Kína að komast inn á norðurskautasvæðið, en að finna hér olíu. Það var sennilega alla tíð markmið Nubos, að komast inn, án þess að hafa áhyggjur af hagnaði eða viðskiftalíkani rekstursins. Loksins komast Kínverjar inn á norðurskautasvæðið, í gengum Ísland, þrátt fyrir mótstöðu stórveldanna. Fáir hér á landi virðast gera sér grein fyrir því, að við erum orðinn leppur í refaskák stórveldanna á þennan hátt. Jú, að vísu gætum við fengið einhverjar tekjur af þessum leik, því skattlöggjöf tryggir Íslendingum hluta af tekjum, allt að 50%, EF einhver olía finnst á Drekasvæðinu. En, eins og ég hef áður bloggað um hér fyrir neðan, þá eru vissar jarðfræðilegar aðstæður, sem benda á að mjög litlar líkur séu á olíu undir Drekasvæðinu. Það skiftir Kínverja ekki miklu máli, af því að alþjóðapólítík, ekki gróðasjónarmið, er aðalmarkmið Kínverja á norðurslóðum. Þeir vilja fyrst og fremst koma löppinni í gættina.

En hvað um CNOOC? Þar kemur margt fremur skuggalegt í ljós. Dagblaðið DV birti í júní 2013 umfjöllun um þennan vafasama Kínverska olíurisa árið 2013.  CNOOC hóf fyrir nokkru samvinnu með heróín og opíum baróninum Lo Hsing Han við olíuleit í Burma í fyrirtækinu Goldern Aaron.  Frekari fróðleik um CNOOC, samstarf þess við Lo Hsing Han og viðleitni til að komast inn í Grænland og Ísland má finna á vefsíðu Jichang Lulu hér: http://jichanglulu.tumblr.com/iceland-jan-mayen-cnooc


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Þetta er vissulega áhyggjuefni. Við fljótum sofandi að feigðarósi í þessum efnum og umboðsmaður Kínverja á Álftanesi er iðinn við kolann.

  Trúir einhver  því í alvöru að að Þjóðverjar séu  að baki fyrirhuguðum risahafnarframkvæmdum í  Finnafirði? Þjóðverjar ? Siglingaþjóðin Þjóðverjar?  Nei. Því trúir ekki nokkur maður sem kynnir sér málið.  Þar kemur maðurinn á Alftanesi reyndar einnig við sögu. Það mál er ekki síður áhyggjuefni, Haraldur. 

Eiður (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 09:31

2 identicon

Ég hef reyndar tjáð mig í blaðaskrifum undanfarin 3-4 ár um þá miklu hættu sem Íslendingum stafar af þessari fáránlegu stefnu eða stefnuleysi í samskipunum við Kína. Það hófst með miklum vinahótum Ólafs Ragnars við kínverska ráðamenn eftir bankahrunið. Því fylgdu yfirgenglegar opinberar heimsóknir, sigling ísbrjótsþeirra hingað, samningar um Norðurljósarannsóknir (!!), gangslaus fríverslunarsamningur fyrstan í Evrópu og stóháskalegur samningur við CNOOC um Drekasvæðið. Kínverjar telja sig geta vaðið hér uppi eftir brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík 2006.

Við verðum að endurvekja varnarsamstarf við Bandaríkin, afturkalla leyfi til olíuleita Kínverja af umhverfisástæðum o.fl.

Einar Benediktsson (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband