Geysir undir Bárðarbungu

Skymaster LoftleiðaNú þegar öll athygli þjóðarinnar beinist að Bárðarbungu í Vatnajökli, þá er tímabært að rifja upp merkilegan atburð sem gerðist þar árið 1950.  Hinn 14. september það ár brotlenti Geysir, flugvél Loftleiða, á suðaustanverðri Bárðarbungu (N64°36' og W017°21').  Geysir var á leið frá Luxemburg með sex manna áhöfn og ýmsan varning, en enga farþega.  Meðal varnings voru 18 hundar í rimlakössum, ein líkkista og dýr tísku- og vaðmálsvara.  Flugvélin var af gerðinni Skymaster DC-4, fjögurra hreyfla  og bar merkið  TF-RVC.  Árið 1957 flaug ég sem ungur skiftinemi með slíkri vél frá Íslandi til New York, með millilendingu á Goose Bay á Labradorskaga í Kanada.  Þessi vél gat borið 46 farþega.  Hinn 14. september var veður slæmt og skyggni ekkert þegar Geysir nálgast Ísland. Flugstjórinn taldi sig ver í grennd við Vestmanneyjar, en allt í einu ríður risahögg á vélina, hún kastast til þegar vinstri vængur stingst í snjóinn og vélin endar á hvolfi eftir brotlendingu í suðaustur hluta Bárðarbungu. Allir voru á lífi, en sumir slasaðir.  Senditæki vélarinnar eyðilögðust í brotlendingunni, en tveimur dögum eftir áreksturinn tókst áhöfninni að finna neyðarsendi, sem var í björgunarbát vélarinnar.   Þeir sendu út SOS á Morse kerfinu og hinn 18. september heyrði loftskeytamaðurinn á varðskipinu Ægi neyðarkallið, en Ægir var þá staddur út af Langanesi.  Flak GeysisBjörgunarsveit frá Akureyri kom fyrst á slysstað hinn 20. september og allir komust niður af jöklinum, heilu og höldnu.   Síðan hefur flugvélaflakið Geysir  grafist smátt og smátt í fönn innan öskju Bárðarbungu.  Haft er eftir Helga Björnssyni jöklafræðing að flakið kunni nú ef til vill vera komið niður á um 100 metra dýpi í jöklinum  http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_bardarbunga_ferdavisir.htm

Ég tel fremur litlar líkur á að gos verði nú innan öskju Bárðarbungu, en ef svo verður, þá er ekki útilokað að flakið af flugvélinni Geysir komi aftur fram í dagsljósið. æðin﷽﷽﷽﷽﷽﷽  Haft er eftir Helga björnssyni jöklafruember.ins 4 aircraft that phic eruption, resulting in the formatio


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að þegar DC-3 skíðaflugvél Varnarliðsins var grafin upp sumarið eftir var hafði miðhluti hennar bognað af snjófargi aðeins eins vetrar, þó ekki meira en svo, að hægt var að fljúga henni í nokkur ár á eftir.

Ómar Ragnarsson, 17.9.2014 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband