Hefur Atlantshaf áhrif á Kyrrahafið?
15.8.2014 | 17:20
Síðan á aldamótum árið 2000 hafa óvenu sterkir vindar blásið frá austri til vesturs yfir Kyrrahafið eftir miðbaug (staðvindur eða trade winds). Um árið 2010 var vindstyrkurinn orðinn hærri en nokkru sinni fyrr. Áhrifin voru fyrst og fremst þau að það hlóðst upp mikið magn af heitum sjó umhverfis Filipseyjar, Ástralíu og Indónesíu, eins og Matthew England og félagar hafa sýnt. Þegar sjórinn hitnaði, þá óx uppgufun, selta hafsins hækkaði. Saltur sjórinn var þyngri og sökk í djúpið. Með því barst mikill hiti niður í dýpri lög hafsins. Þessir vindar eru hluti af hringrásarkerfi loftsins, sem nefnist Walker cell, eins og myndin sýnir. Hún er þversnið af Kyrrahafinu, frá vestri til austurs. Vindarnir valda ýmsum öðrum breytingum, svo sem mikilli úrkomu í vestri, til dæmis í Indónesíu, en miklum þurrkum í austri, til dæmis í Kalíforníu. En ef til vill er mikilvægustu áhrifin þau, að mikill hiti flyst nú niður í hafdjúpið og tiltölulega kaldur sjór kemur upp á yfirborðið í austur hluta Kyrrahafs (dökkblár djúpsjór á myndinni). Það kann að skýra hversvegna hafið hitnar nú yfirleitt hraðar en lofthúpur jarðar. Önnur mynd, eftir Matthew England og félaga, sýnir breytingar á styrk staðvinds Kyrrahafsins frá um 1910 til um 2010 og kemur greinilega fram hvað hann hefur breyst síðustu 15 árin. Takið eftir að vegna þess hvernig gögnin eru set upp, þá er frávikið frá langtíma meðaltalinu síðustu 15 árin reyndar sterkari vindur, þótt línan stefni niður á við á myndinni.
En hvers vegna er staðvindurinn yfir Kyrrahafinu svona sterkur og hvað veldur sveiflum hans? Loftslagsfræðingar og haffræðingar stinga nú uppá, að hlýnun Atlantshafsins undanfarna áratugi hafi orsakað fjöldan allan af breytingum, einnig í Kyrrahafi. Þar á meðal breytingar staðvinda Kyrrahafs, breytingar á sjávarmáli og fleira. Grein þeirra Shayne McGregor og félaga kom út nýlega í Nature, einu virtasta vísindariti jarðar og hefur valdið miklum deilum. Þeir telja að orsökina sé að finna í Atlantshafinu. Þeir benda á að Atlantshafið hefur hitnað mikið í meir en áratug og það hefur valdið lágþrýstingi og uppstreymi í lofthjúpnum yfir. Þetta loft berst síðan til vesturs, yfir austur hluta Kyrrahafsins, þar sem það sígur niður og veldur háþrýstingskerfi. Þessi tengsl Atlantshafs of Kyrrahafs styrkja þannig staðvinda Kyrrahafsins að þeirra sögn. Þessi hugmynd er byggð á miklum gögnum og nokkuð góðum rökum, en hún þýkir mjög róttæk. Getur það verið að loftslag í Atlantshafi geti haft svo mikil áhrif í Kyrrahafi? Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.
Þegar staðvindurinn hægir á sér, þá mun fyrirbærið sem kallað er El Nino myndast um miðbaug Kyrrahafs. Það er þegar hiti yfirborðssjávar í Kyrrahafinu hækkar verulega. El Nino hefur ótrúlega víðtæk áhrif á fiskveiðar, landbúnað, veðurfar í Kalíforníu og víðar.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Hafið, Loftslag | Facebook
Athugasemdir
góð grein. gétur þettazð valdið auknum stórum fellibiljum á kyrrahafi. eins er það með el. nino. þá er spurníngin afhverju hægja staðvinarnir á sér. þettað virðist gerast með reglulegu millibili
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 18:34
Þetta eru góðar spurningar, sem ég hef ekki svör við. Hins vegar er ef til vill mest spennandi að vita hvort Atlantshafsáhrifin eru raunveruleiki eða aðeins líkan. Þeir telja að Atlantshaf sé að hlýna sem hluti af hnattrænni hlýnun vegna aukins CO2 útblásturs.
Haraldur Sigurðsson, 15.8.2014 kl. 19:27
el.nino. hefur verið leingi verið til tæplega hægt að rekja til CO2 útblásturs. ósonlagið virðist þynast og þykna á víxl.þar sem vanta mælíngar leingra aftur. senilega er að hluta hægt að skíra þessar sveplur að hluta til nátúrulegra sveplna. ég trúiþví ekki að það eitt að mínka freon í andrúmsloftinu eða mínkun co2 í nokkra áratugi hafi áhrif til að loka ósongatinu tel það þurfi leingri tíma svo það hljóta að vera aðrar skýríngar. hitt er annað að nægjusemi er dygð og jörðin má njóta vavans.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.8.2014 kl. 23:58
Ég skrifa hvergi hér fyrir ofan að El Nino sé af völdum CO2 útblásturs. ÞÞað er misskilningur. Einnig minnist ég hvergi á freon í þessu sambandi.
Haraldur Sigurðsson, 16.8.2014 kl. 00:25
Það er gaman að svona pælingum en sjálfsagt er erfitt að segja til um hvað hefur áhrif á hvað og hvað er orsök og hvað er afleiðing. En það má bollaleggja.
Kannski erum við í tímabili sterkra staðvinda þessi árin. Hlýnun Norður-Atlantshafsins á síðustu árum gæti þannig verið afleiðing sterkari sunnanvinda og/eða aukins aðstreymis hlýsjávar norður á bóginn - sem hefur einnig stuðlað að minni hafís í norðri. Svipað ástand var sennilega ríkjandi á hlýskeiðinu á síðustu öld sem endaði með kólnuninni kringum 1965, sem gæti endurtekið sig í einhverri mynd eftir einhver ár. Kyrrahafið gæti líka hrokkið til baka með minnkandi austanvindum við miðbaug og aukinni tíðni El-Nino en verið hefur undanfarið - og þar með rofið ca. 15 ára kyrrstöðu í hlýnun jarðar.
Svo má líka velta fyrir sér hvort svipuð aukning vestanvinda umhverfis Suðurskautslandið sé líka hluti af þessari allsherjar orsakakeðju og hafi stuðlað að aukinni útbreiðsla hafíss þar.
Emil Hannes Valgeirsson, 16.8.2014 kl. 00:40
það er rétt þú minst ekki á að el nino sé af völdum co2. en þær greinar sem ég hef lesið er því haldið fram að el nono verði til við hærri sjávarhita sem leiðir af hugsanlegu hækkun hita í atlandshafi. svo það má halda því fram með góðum vilja að þú hafir verið að skrifa um el.nino. það eru keníngar um að freon og co2. valdi ósoneiðíngu. enda skrifa ég að þetað sé mín skoðunaf framhaldi af af orðum þínum í viðaukanum um að þeir telji að atlandshaf sé hugsanlega að hlína vegna co2.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.8.2014 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.