Úran námugröftur í nágrenni okkar á Grænlandi

IlimaussaqSést Grænland frá Íslandi? Jón Dúason (1947) taldi að svo sé, en sumir stærðfræðingar eru ekki á sama máli. Stysta vegalengdin milli landanna er aðeins um 280 km, frá fjöllunum við mynni Ísafjarðardjúps (Rytur, Deild, Göltur) og til austurstrandar Grænlands.  Nálægasta austurströndin er Blossevilleströnd, fyrir norðan Kangerlussuaq. Þetta er mikið hálendi, en þar fyrir ofan er Gunnbjarnarfjall, sem er hæsta fjall Grænlands, hvorki meira né minna en 3694 m á hæð.  Gnípurnar við Ísafjarðardjúp eru um 500 m á hæð,  svo ef maður tyllir sér á tá þar í björtu veðri, þá má vel vera að sjáist milli landanna yfir Grænlandssund.  Á landnámsöld rak Gunnbjörn af leið vestan Íslands.  Langt í vestri sá hann það sem hann taldi eyjar í fjarska, er hann nefndi Gunnbjarnarsker og telja má að hér hafi hann séð hæstu toppa austurstrandar Grænlands.  Sennilega varð sögnin um Gunnbjarnarsker til þess, að Eiríkur rauði leitaði lands langt vestan Íslands um 982.  Þótt stutt sé á landakortinu milli Íslands of Grænlands, þá virðist Grænland vera alveg hinu megin á hnettinum í huga flestra íslendinga.  Samskifti þjóðanna eru undarlega lítil, þótt grænlendingar séu okkar næstu nágrannar.  Það eru ýmsar ástæður fyrir því að við ættum að fylgjast betur með þessum nágrönnum okkar.  Ein þeirra er fyrirhugaður námugröftur grænlendinga á úran og öðrum geislavirkum efnum í suður Grænlandi.  Í október árið 2013 kom Hammond forsætisráðherra Grænlands í gegnum þingið nýjum lögum, sem veita heimilt að hefja námugröft á geislavirkum efnum, þar á meðal úran.  tugtupite-lujavrite.jpgAðal ástæðan fyrir þessum nýju lögum er þó ekki úran, heldur fylgiefnin, hin svokölluðu “rare earth elements” lanthanum, yttrium, europium, samarum og þrettán önnur), en þau eru ómissandi í rafeindaiðnaðinum. Kínverjar eru mjög ákafir í að grafa þessi efni úr jörðu á Grænlandi.   En ráða grænlendingar við geislavirk efni?  Getur það valdið mengun, sem jafnvel gæti haft áhrif á Íslandi?  Það er námufyrirtæki í Ástralíu, sem rekur á eftir: Greenland Minerals and Energy Limited.  Þeir vilja hefja úran námugröft í Kvanefjeld, en þar fá þeir einnig þóríum, rare earths of flúoríð.  Bergið er fagurt en hættulegt vegna geislavirkni.  Kvanefjeld er um 1200 km frá Íslandi. Þar er stórt berginnskot af sjaldgæfu tegundinni lujavrite, nálægt bænum Narssaq.  Í Kvanefjeld er úran aðallega í kristöllum af tegundinni steenstrupine, sem inniheldur um 0,5% af úran og mikið magn af þóríum.  En  námugröftur á þessu svæði veldur því að mikið magn af radon gasi losnar út í andrúmsloftið.  Radon er geislavirkt gas og hættulegt á stóru svæði umhverfis.  Hollendingurinn Jan Willem Storm van Leeuwen er einn að þeim fáu, sem hafa fjallað að viti um þær hættur, sem stafa af slíkum úran námum á Grænlandi.  Ég hef ekki enn séð minnst einu orði á grænlensku úrannámurnar í íslenskum fjölmiðlum.  Eigum við eftir að vakna upp við vondan draum einn daginn, þegar það er orðið of seint? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband