Holurnar í Síberíu
31.7.2014 | 12:26
Fyrir nokkrum dögum fann þyrla dularfulla holu í auðnum Síberíu, eins og myndin s ýnir. Nú hafa hreindýrahjarðmenn fundið tvær holur í viðbót á Yamal skaga, sem eru um 15 metra víðar. Fyrsta holan er um 30 metrar í þvermál og meir en 80 m djúp. Fast við brún holunar er uppkast af leir, ís og jarðvegi. Veggir hennar eru nær lóðréttir og sléttir. Sennilega eru þessar holur ekki vegna loftsteina. Slíkar holur eru fremur gígar, grunnir og með miklu jarðefni sem dreifist víða umhverfis. Starfsmenn rússnesku vísindaakademíunnar telja hins vegar að holan sé vegna losunar á metan gasi úr sífreranum. Eða er það metan gas, sem kemur dýpra úr jörðu? Stóra holan er um 40 km frá Bovanenkovo, en þar er að finna mestu metan gas birgðir rússa djúpt í jörðu. Ef gasið er úr sífreranum, þá kann það að benda til áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Þegar sífrerinn bráðnar, þá leysist metan gas úr jarðvegi í og undir ísnum og streymir upp á yfirborð. Metan í andrúmslofti hefur verið að aukast ár frá ári. Fyrra línuritið sýnir metan í Alaska, og þar kemur vel fram að það hækkar gífurlega í ár. Seinna línuritið er frá mælingarstöðinni Tiksi í Síberíu. Ekki eru til nýjustu mælingar þar, en takið eftir mjög háum tölum í fyrra (rauður hringur). Ef til vill var það vegna myndunar á gasholu, sem enginn tók eftir og er ófundin. Metan gas hefur um tuttugu sinnum meiri áhrif á hnattræna hlýnun en koltvíoxíð. Menn hafa óttast að það losni úr sífreranum á öllum norðurslóðum og þá er voðinn vís.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Jarðefni, Loftslag | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst merkilegt hversu veggirnir á myndum af fyrirbærinu minntu mikið á íshella. Það var eins og vatn hefðu runnið um veggnina. Hér er ein skýring sem útskýrir það
http://www.scientificamerican.com/article/cause-of-mysterious-siberian-holes-possibly-found/
Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 1.8.2014 kl. 00:15
Er þá ekki skemsta lausnin að nýta það og brenna? Varla er hægt að kæla jarðkringluna svo glatt. Þó svo að það þyki gáfulegasta lausnin í dag er harla ólíklegt að sú aðgerð geri neitt annað en að hægja á hlýnuninni.
Síðan má spyrja sig hvort þetta hafi ekki gerst áður? Jafnvel mjög oft áður.
Sindri Karl Sigurðsson, 1.8.2014 kl. 00:20
Hefur þetta gerst áður? Mjög góð spurning. Það getur satt að segja meira en vel verið.
http://www.climateemergencyinstitute.com/runaway.html
"'Runaway' (self accelerating) global heating and climate change is the planetary tipping point of all the many tipping points combined and self reinforcing . ​​
This is the greatest single danger to the survival of humanity and also the survival of potentially almost all life on the planet. ​​A global heating runaway wiping almost most life we know is possible- because it happened 250 million years ago in the End Permian extinction event and 55 million years ago with the Paleocene-Eocene thermal maximum (PETM). Current research confirms both of these extinction events were driven by very large emissions of carbon to the atmosphere.
​​The PETM is the closest distant past analog to our GHG emissions global warming situation today. Research published October 2013 by Morgan Schaller and James Wright leads to their definite finding that following a doubling in carbon dioxide levels, the surface of the ocean turned acidic over a period of weeks or months and global temperatures rose by 5 degrees centigrade – all in the space of about 13 years. Scientists had previously thought this process happened over 10,000 years.
These mass extinction events involve the emission of an enormous emission of carbon as CO2 and methane. In the Arctic several times atmospheric methane is stored frozen in permafrost and subsea floor frozen solid methane gas hydrate. The permafrost is thawing as the Arctic temperature rapidly increases (Arctic amplification). Arctic methane hydrate is destabilizing in at least three locations, mainly a process that has been going on for a long time, but that ocean warming will make worse.
It is or should be treated as a zero tolerance risk applied to the very long time frame into the future.​​"
Gæti þetta gerst aftur? Það getur líka vel verið, sérstaklega þar sem sammtímagræðgi og heimska mannskyns hefur komið í veg fyrir að hægt sé að taka í taumana.
Hörður Þórðarson, 1.8.2014 kl. 05:44
Ætlar prófessor Haraldur ekkert að fylgja dularfullu holumynduninni í auðnum Síberíu eftir? Á að láta kjurt liggja eftir að búið er að bendla náttúrufyrirbærið við metangassprengingar í sífreranum?
LoLli karlinn fer hamförum og er fljótur að tengja náttúrufyrirbrigðið við ragnarök og heimsenda - eins og hans er reyndar von og vísa :) Svartsýnisveðurfræðingar eru nefnilega alveg 97% vissir um "skammtímagræðgi og heimsku mannkyns" :o
Staðreyndin virðist nú samt vera sú að þetta er ósköp venjulegt náttúrufyrirbrigði í sífreranum:
"The most plausible explanation so far is a collapsed “pingo”, and these new pictures and video from the Siberian Times suggest it probably is. The pictures below from Parks Canada show similar structures in the process of collapse. For those that want to blame the collapse on “global warming” you might also note it is summer in Yamal, and melting ice is a regular and expected occurrence." (http://wattsupwiththat.com/2014/07/18/new-pictures-of-the-hole-in-yamal-and-pingo-was-its-name-o/)
Það er broslegt hvernig heittrúin virðist ræna háskólamenntaða menn skynseminni :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.8.2014 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.