Júní hiti nýtt heimsmet

NOAANOAA, haf og loftslagsstofnun Bandaríkjanna, hefur gefið út niðurstöður á hnattrænum hitamælingurm á landi og sjó fyrir júní mánuð. Meðalhiti mánaðarins á landi og sjávaryfirborði er sá hæsti sem mælst hefur á jörðu fyrir júní mánuð, eða 0,72 gráðum hærri en meðaltal fyrir alla tuttugustu öldina (15.5°C).  Á landsvæðum er meðalhitinn fyrir júní 0,95 gráðum hærra en tuttugustu aldar meðaltalið. Á hafinu er júní meðalhitinn 0,64  gráðum hærri en tuttugustu aldar meðaltalið.  Grænland var sérstaklega heitt í júní. Til dæmis fór hiti í Kangerlussuaq á suðvestur Grænlandi í 23,2 gráður hinn 15. júní, sem er nýtt met.  Hér í Stykkishólmi er þetta einnig hlýasti júní síðan mælingar hófust árið 1845.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband