Takið sinnaskiptum því að dómsdagur er í nánd!
22.6.2014 | 11:58
Fjármálaráðherra Bandaríkjanna í valdatíð George Bush var Hank Poulson. Hann var við stjórnvölinn þegar efnahagshrunið mikla varð á Wall Street árið 2008 og kreppan hófst. Hann er hinn dæmigerði kapítalisti, auðkýfingur og repúblikani og er alltaf talinn fremstur í röð þeirra sem orsökuðu hrunið árið 2008. En á seinni árum hefur Poulson iðrast og sýnt á sér nýjar hliðar. Í grein sem hann skrifar í New York Times í gær hefur Poulson algjörlega snúið við blaðinu. Reyndar er greinin ein sprengja. Hann spáir enn stærra efnahagshruni af völdum loftslagsbreytinga ef ekki er tekið strax í taumana. Helsta ráð hans við vandanum er að koma á kolefnisskatti sem leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er reyndar furðulegt en auðvitað mjög gleðilegt að maður í hans stöðu og með slíkan bakgrunn skuli nú koma fram úr röðum repúblikana og horfast í augu við staðreyndir í loftslagsmálum. Takið sinnaskiptum því að dómsdagur er í nánd!
En tekur almenningur nokkuð mark á tali um loftslagsbreytingar? Okkur, sem fylgjumst vel með breytingunum, finnst þær gerast hratt og óttumst afleiðingarnar. En hættan er að almenningur og kjósandinn sé eins og froskurinn í potinum á eldavélinni. Ef kveikt er undir og hitað rólega, þá stekkur froskurinn ekki uppúr pottinum og soðnar að lokum.
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Bandaríkin, Hagur | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Haraldur
Ert þú hérna að mæla með hérna NewWorldOrder Global- skatti á okkur (PBS- Obama Puppetmaster George Soros calls for Carbon Taxes and New World Order)?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 15:39
Ég er ekki að mæla með einu eða neinu, heldur aððeins að benda á hugarfarsbreytingu hjá voldugum manni.
Haraldur Sigurðsson, 22.6.2014 kl. 16:00
Sæll aftur Haraldur
Ég hef ekki hugmynd um hversu mikið af CO2 ég anda frá mér, þú? En þessar hugmyndir með að koma á New World Order Global -skatti og fólksfækkun (depopulation) osfrv. eru allt saman hugmyndir sem eru komnar frá voldugum elítum og mönnum eins og t.d. Al Gore, G. Soro D. Rockefeller og Olympiu ( Committee of 300) eða þessum 300 ríkustu fjölskyldum heims, þannig að maður er bara spyr, hvað næst frá þessu volduga liði?
British/Dutch Royals, Nazis, Elite Behind Global Warming Scam/Eugenics/Depopulation
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.6.2014 kl. 19:47
Við öndum að okkur lofti sem inniheldur um 395 ppm af CO2 og öndum svo frá okkur lofti sem er um tíu sinnum ríkara af þessu gróðurhúsagasi. En þetta er einn þáttur í hinni náttúrulegu hringrás kolefnis og hefur því engin áhrif á loftslag. Það er kolefnisríka eldsneytið sem við brennum í ökutækjum og verksmiðjum, sem orsakar vandann sem við erum komin í vaðandi loftslagsbreytingar. Gerum samanburð. Við öndum frá okkur um 900 grömmum af CO2 á dag á mann. Til samanburðar er losun á CO2 vegna bruna jarðolíu og jarðgasi og kolum 25 milljarðar tonna CO2 á ári. Það sem við öndum frá okkur er þá á bilinu 5 til 8% af koltvíoxíði sem kemur frá bruna á eldsneyti. Sem sagt: það breytir engu þótt við hættum öll að anda.
Haraldur Sigurðsson, 22.6.2014 kl. 20:46
Haraldur: Ég ætla freista þess að spyrja þig aftur spurningar sem ég lagði fyrir þig í athugasemd við annan pistil frá þér en fékk ekki svar:
Er það rétt sem ég heyrði nýlega að af öllu CO2 sem menn hafa losað í andrúmsloftið hafi um 25% verið losað eftir 1998?
Erlingur Alfreð Jónsson, 22.6.2014 kl. 21:37
Ég get því miður ekki svarað þessu, en mun kanna málið.
Haraldur Sigurðsson, 22.6.2014 kl. 21:47
Það getur vel passað Erlingur, ég hef verið nokkuð slæmur í maganum síðan 1998...
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 22.6.2014 kl. 22:09
Mannlegt eðli er erfiðast viðfangs. Til dæmis er lang algengasta orsök hegðunar kjósenda fyrir kosningar einfaldlega ástand peningaveskisins núna en ekki eftir marga áratugi eða jafnvel sjö kynslóðir eins og var viðmið svonefndra "frumstæðra" indíánakynþátta í Ameríku, en þetta viðmið þeirra jafngildir í raun kröfunni um sjálfbæra þróun, grunnhugtak Ríósáttmálans.
20 árum eftir Ríó erum við Íslendingar enn langt frá því að skilja né vilja skilja gildi þeirrar kröfu en skiljum það kannski betur ef því snúum því við og segjum að sjálfbær þróun sé fólgin í því að stunda ekki rányrkju.
Ómar Ragnarsson, 23.6.2014 kl. 07:38
Sæll aftur Haraldur og takk fyrir þessar upplýsingar
Á sínum tíma eftir köfunartíma þá komst ég að því að ég notið minna súrefni en aðrir þarna í köfunarhópnum, þannig að greinilega þá anda ég frá mér minna magni en nemur 900 grömmum af CO2 á dag, þannig að þegar að New World Order CO2 skatturinn kemur hérna, þá mun ég óska eftir afslætti sem þessu nemur.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2014 kl. 18:21
"Takið sinnaskiptum því að dómsdagur er í nánd!"(sic)
Kolefnistrúarhitinn á ekkert skylt við vísindi :)
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 24.6.2014 kl. 15:58
Haraldur: Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér hefur rúmlega fjórðungur þess CO2 sem mannkynið er talið hafa losað í andrúmsloftið verið losað frá 1998, á sama tíma og hitastig jarðar hefur ekki hækkað. Er ekki eitthvað bogið við þau vísindi og loftslagslíkön sem halda því fram að CO2 sé hinn mikli skaðvaldur og allsráðandi um hnattræna hlýnun þegar þessar tölur eru skoðaðar?
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.6.2014 kl. 21:45
Og hvað grein Hank Paulson í NY Times varðar vil ég segja þetta:
Það er mikill barnaskapur að halda að svona maður eins og Paulson sé allt í einu orðinn náttúruverndarsinni af hugsjón. Í greininni sem vísað er til leggur hann áherslu á nauðsyn þess að leggja á skatt á losun koltvísýrings, og ekki síst nauðsyn þess að gera það sem allra fyrst því tíminn sé svo naumur. Það er nefnilega það sem fjárfestingarbankar og spákaupmenn vilja, fá alla inn í losunarheimildakerfið. Þá geta þeir farið að sýsla með losunarheimildir í framvirkum viðskiptum og græða formúgur. Gera verðmæti úr engu. Og hvar vann Paulson áður en hann varð fjármálaráðherra Bandaríkjanna: Hjá Goldman Sachs. Hann var m.a. sakaður um að hafa misnotað aðstöðu sína þegar hann var hjá Goldman Sachs og fyrir að hafa tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni hluthafa þegar hann keypti landsvæði í Chile fyrir hönd Goldman Sachs á 35 milljónir USD og gaf það svo litlu seinna til góðgerðarsamtaka sem sonur hans var tengdur og afskrifaði kaupverðið.
Paulson hefur reyndar lengi talað fyrir náttúruvernd og tekið þátt í starfsemi Nature Conservancy samtakanna og unnið með forseta Kína, Jian Zemin, um árabil. Heldurðu að hann geri þetta af hugsjón? Alveg örugglega ekki því hann sér hag í því fyrir sig og þá sem hann vinnur með. Þetta er allt útreiknað hjá honum.
Nature Conservancy eru áratugagömul samtök hverrar saga er ekki falleg. Samtökin tóku þátt í vafasömum viðskiptum með land undir yfirskini náttúruverndar en seldu svo áfram til stuðningsmanna sinna sem byggðu á þeim lúxushýbýli. Flott!
Nature Conservancy sá ekki ástæðu til að taka þátt í mótmælum annarra náttúrverndarsamtaka þegar umræðan um heimildir til olíuvinnslu í Alaska stóðu sem hæst. Þá þögðu samtökin þunnu hljóði enda hafa þau sjálf borað eftir gasi í Texas á svæði sem það áður fékk gefins frá Mobil Oil til að vernda sléttuhænu sem er í útrýmingarhættu. Ennþá flottara!
Og til að toppa sig fengu samtökin til liðs við sig mann til að sjá um að reyna kaupa vinnsluréttindi af öðrum fjárfestum á næsta landsvæði norðan þeirra lands fyrir smámuni, á grundvelli þess að enga gaslindir væri að finna undir landinu, eftir að Nature Conservancy hafði þegar byrjað að nýta gaslind undir því svæði með hliðarborun! Gargandi snilld! Um þessi ævintýri má lesa í 3 greina úttekt í Washington Post sem birtist 2003.
Og hver er nú CEO hjá Nature Conservancy: Mark Tercek, fyrrum undirmaður Paulson hjá Goldman Sachs.
Það þarf því ekki að halda það eina mínútu að Paulson sé ekki að vinna að hagsmunum einhverra annarra en náttúrunnar þegar hann ritar svona grein í NY Times.
Erlingur Alfreð Jónsson, 24.6.2014 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.