Fyrsta myndin af Surtsey

 

 

Surtsey úr hafiNýlega var Eldfjallasafni í Stykkishólmi færð góð gjöf. Það er fyrsta myndin, sem tekin var af Surtsey, þegar hún reis úr hafi hinn 15. nóvember 1963.   Það var Sæmundur Ingólfsson, yfirvélstjóri á varðskipinu Albert, sem tók myndina og færði mér.  Hún mun vera tekin um morguninn, sennilega um tíu leytið. Hér má sjá svarta strönd hinnar nýju eyjar, en gosmökkurinn hylur hana að mestu leyti.  Sæmundur tók mikinn fjölda af merkilegum myndum af fyrstu dögum gossins, og eru þær merkileg heimild. Við færum Sæmundi bestu þakkir fyrir þessa gjöf.  Ég var erlendis við háskólanám í jarðfræði þegar gosið hófst, en var svo heppinn að vera um borð í Albert í nokkra daga í desember 1963 í návígi við gosið, ásamt Þorleifi Einarssyni jarðfræðingi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband