Neyðarlegt símtal í hjólhýsi

 

 

ForsetarObama forseti kom því til leiðar í gær að Netanyahu forseti Ísraels hringdi í Erdogan forseta Tyrklands og barst afsökunar á framkomu ísraelshers.  Eins og kunnugt er, þá skutu og drápu ísraelar marga tyrki á skipi í Miðjarðarhafi, sem voru í mótmælaaðgerðum árið 2010.

En það eru sennilega fáir, sem hafa áttað sig á því hvað símtalið var neyðarlegt. Obama bókstaflega neyddi Netanyahu forseta til að hringja úti á flugvelli, á meðan þota Bandaríkjaforseta beið á brautinni í lok heimsóknarinnar.  Obama og Netanyahu fóru inn í hjólhýsi á flugvellinum og þar hringdi Netanyahu til Tyrklands.  Hvað skyldi Obama hafa beðið oft um símtalið, á meðan heimsóknin til Ísrael stóð yfir?

Þessi litla mynd gefur góða hugmynd um þann mikla þrýsting, sem Obama hefur þurft að beita Netanyahu til að fá afsökunina fram.  Þannig reynir hann að halda utan um starfsemi NATO fyrir botni Miðjarðarhafsins.  Hann gafst ekki upp. Vonandi verður hann jafn farsæll í lausn kjarnorkuvopnadeilunnar við Íran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Haraldur, þetta er neyðarlega rangt hjá þér. Þú ættir að kynna þér betur hvað gerðist um borð á þessum skipum. Upptökur IDF mjög vel hvernig tyrkneskir öfgamenn réðust á Ísraelska hermenn sem sigu niður í eitt skipið og var þar mætt með skotárás.

Afsökunarbeiðnin er aðeins pólitískur greiði við BNA sem hafa misst tök sín á Tyrkjum upp á síðkastið. Tyrkir eru farnir að hóta óhóflega mikið, t.d. vegna erfiðleika með sumarið á Sýrlandi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.3.2013 kl. 18:23

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég bar engan dóm á hvort ísraelar eða tyrkir hefðu rétt fyrir sér. Hins vegar ber að fagna því að nú geta þeir aftur talast við.

Haraldur Sigurðsson, 23.3.2013 kl. 19:58

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Það er nauðsynlegt í þessum heimshluta!

FORNLEIFUR, 24.3.2013 kl. 06:46

4 identicon

Obama féll í áliti hjá mér þegar hann lýsti yfir ævarandi stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael (ef marka má fréttir) það eiga ófáir ungir Bandaríkjamenn eftir að missa líf og/eða limi vegna þessa!  (Kanski að það sé búið að lofa honum saxófóni eða einhverju öðru álíka!)

Undarleg yfirlýsing Netanjahúss að ætla að bæta meðferð á Palestínumönnum til að bæta samskiftin við Tyrki!   Væri þá réttlætanlegt að halda áfram að fara illa með Palestínumenn, annars?

ps. Ætli fornleifur sé hófsamari armurinn á Vilhjálmi? ;-)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.3.2013 kl. 11:34

5 Smámynd: FORNLEIFUR

B.G., Fornleifur er öfgaarmurinn á Vilhjálmi. Vilhjálmur er ekkert annað en hjálpar- og líknasamtök í gettóinu.

FORNLEIFUR, 24.3.2013 kl. 13:21

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Netanyahu hefði auðvitað aldrei hringt í Erdogan ef hann hefði fyrir símtalið haft veður af söguskýringu Vilhjálms/Fornleifs af umræddum atburðunum. Hann hefði þá ekki þurft að biðjast afsökunar á einhverjum falsfréttum sem Mossad og aðrar þarlendar stofnanir bera í hann.   

V/F hefur margsannað að ekkert gerist í þessum heimshluta sem hann þekkir ekki betur og veit meira um en allir aðrir.

Netanyahu slær örugglega á þráðinn til V/F framvegis vanhagi hann um "heppilegar" fréttir af því sem er að gerast í kringum hann.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.3.2013 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband