Markarfljót og Bakkafjara

a_sa_1192790.jpgÞakka marar góðar hugmyndir varðandi Landeyjahöfn.  Set og annar árframburður fellur til botns þegar straumhraði lækkar. Einnig fellur set til hafsbotns þegar dregur úr ölduhæð. Myndin sýnir ölduhæð undan Landeyjahöfn í austan og suðaustan átt. Gula svæðið er þar sem ölduhæð dettur laveg niður vegna skjóls frá vestmannaeyjum. Þetta er svæðið þar sem dregur úr hreyfingu sets og þar sem set fellur á botninn og myndar rif og setlög. Þessi öldugangsskuggi hefur meðal annars myndað og haldið við sandrifinu sem liggur beint fyrir framan Landeyjahöfn.

Það dregur mikið úr straumhraða þar sem Markarfljót  breiðist út yrir áreyrar og mætir hafinu. Staðsetning hafnar á slíkum stað er því sennilega ekki gott ráð.  Vonandi fáum við að heyra frekar um niðurstöður dana varðandi strauma og set á þessu svæði, áður en frekari ´kvarðanir verða teknar um að kasta krónum í sjóinn hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmm. hér ætti kafteinn Ögmundur að huga að sínum hásetum...áður en þeir kafsigla kútter Harald...

Hrúturinn (IP-tala skráð) 1.3.2013 kl. 16:10

2 identicon

Held þeir hefðu upphaflega átt að veita fljótinu í gegnum höfnina!

Sverrir Daníel Halldórsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband