Hornin á hjálmi víkingsins

 

 5051269524_f3d4d7d985_z.jpg

Það er hvimleitt þegar menn taka upp á því að þykjast búa til hefð þar sem engin var fyrir. Þetta þekkjum við tildæmis í sambandi við íslensku lopapeysuna, með útprjónuðum kraga.  Hvað sem við reynum að telja útlendingum trú um, þá er sú staðreyndin sú, að útprjónaði stíllinn er stolinn frá glerperlumunstri á krögum grænlenskra kvenna.  Útprjónaða lopapeysan er því “hefð” sem er aðeins um fimmtíu ára gömul.  

Svipaða sögu má segja um víkingshjálminn sem er skreyttur kýrhornum. Reyndar eru það plasthorn á hjálminum, sem seldur er í túristabúðum.   Talið er að hjálmurinn með hornum á hafi fyrst komið fram á sviðið árið 1876.  Þá hannaði Carl Emil Doepler búninga fyrir óperu Richards Wagner,  Hringur Niflungsins, sem byggð er á Völsungasögu.  Myndin til hliðar sýnir víking Doeplers, með sinn hyrnda hjálm.  Mýtan um hjálminn er því algjörlega byggð á rómantískum bollaleggingum þýsks leikbúningahönnuðar og eiga engar rætur í norrænni menningu, frekar en prjónaði kraginn á íslensku lopapeysunni.  Slíkar mýtur tilheyra ímyndaðri veröld Walt Disneys en ekki fornnorrænni menningu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki alveg rétt að hyrndir hjálmar hafi ekki þekkst í fornorrænni menningu. Þeir hjálmar tengjast hins vegar, eftir því sem við bestum vitum, helgisiðum og voru aldrei notaðir í bardögum. "Hornin" á hjálmunum voru hins vegar líklega frekar fuglar (sbr. http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Bird-horned_helmets). Það er ekkert útilokað að Doepler hafi vitað af slíkum hjálmum.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 09:00

2 identicon

Þó svo að einhverjir víkingar hafi verið með svona hjálm fyrir þúsund árum

að þá ættum við frekar að horfa meira til framtíðar.

=Að finna út hverjir séu bestu fyrirmyndir dagsins í dag

og hvað ber okkur að vita fyrir framtíðina?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 09:44

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Til þess að skilja framtíðina,  þá er heppilegt að vita smá um fortíðina.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.2.2013 kl. 10:35

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Styrkur víkinga fólst í skapferli, líkamsstyrk og léttum búnaði.  Þar voru stór horn og þungir skyldir ekki til nokkurs gagns.

Hrólfur Þ Hraundal, 19.2.2013 kl. 10:46

5 identicon

Nú ætti ég trúlega að þegja vegna afskaplega lítillar prjónaþekkingar, en einhversstaðar sá ég að þegar ullarbandsframleiðendur voru að markaðsetja lopann í lopapeysurnar þá var ágæt kona fengin til að hanna munstur, sú leit til munstra hjá Inkum m.a.  þannig að trúlega eru lopapeysumunstrin sum hver komin þaðan.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 12:31

6 identicon

Það voru heimaprjónaðar hér svonefndar "grænlenskar" peysur á börn og unglinga á árunum f. 1960, mér vitanlega ekki seldar í búðum frekar en handprjón yfirleitt í þá daga, en einhvers staðar fengu prjónakonur uppskriftirnar að þeim. Þær voru ekki úr lopa, heldur úr garni í ýmsum litum. Slík hringmynstur voru svo þróuð áfram þegar farið var farið var að markaðssetja lopa og selja lopapeysurnar í verslunum upp úr 1960.

Verk Wagners heitir "Hringur Niflunganna" (Ring der Niebelungen) og er ekki ein ópera, heldur 4, framhaldssaga um persónurnar sem sagt er frá í Völsungasögu og Eddukvæðum.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 19.2.2013 kl. 13:44

7 Smámynd: FORNLEIFUR

veksohjelme

Veksø-hjálmarnir dönsku, sem reyndar eru 3000 ára gamlir og keltneski hjálmurinn sem fannst í Thames á (2200 ára), sýna svo ekki er um að villast að hyrndir hjálmar voru ekki óþekktir meðal forfeðra sumra okkar.

Celtic_Helmet01_full

Þessi grein gæti hins vegar bent til þess að hjálmar með hornum hafi ekki verið alveg óþekkt fyrirblri meðal norrænna manna á Víkingaöld.

Spyrjið Fornleif ef þið eruð í vafa eða vaðið í villu. Hann hefur allt á hornum sér.

FORNLEIFUR, 19.2.2013 kl. 16:41

8 Smámynd: FORNLEIFUR

En hlaupið ekki 1. apríl !

FORNLEIFUR, 19.2.2013 kl. 16:42

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mig grunar að víkingar hafi haft horn á öðrum stað en á hjálminum. Þar af er dregið lýsingarorðið "horny" á ensku.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 19.2.2013 kl. 17:03

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jú ég er alveg til í að hlaupa 1. apríl.  en hvert?

Hrólfur Þ Hraundal, 19.2.2013 kl. 23:25

11 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er alls ekki ólíklegt að stöku víkingur hafi haft horn á hjálminum. Eins og komið hefur fram hér eru slíkir hjálmar þekktir víða að, m.a. í Miðjarðarhafslöndum í fornöld. Á Gotlandi hafa fundist steinristur af mönnum sem bera hjálma með litlum svínsstyttum á, vængjahjálmar hafa líka tíðkst o.fl. Kjarni málsins er, að þetta voru heiðingjar, og þetta voru e.k. „tótem“, þ.e. að menn töldu sig öðlast eitthvað af krafti og eiginleikum dýrsins sem um ræddi með þessum hætti. Nauts- eða hrútshorn t.d. gæfu þannig styrk.

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.2.2013 kl. 14:09

12 Smámynd: FORNLEIFUR

Hrólfur, það var nú bara þessi grein sem ég hafði tengil í , sem ég bað menn ekki að láta hlaupa með sig í gönur.

En ég er sammála nafna mínum um að ekkert sé ólíklegt í þessu efni. Menn notuðu horn til ýmissa athafna og til eru fornleifar sem styðja það.

FORNLEIFUR, 21.2.2013 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband