Skjálftar við Herðubreið

Herðubreið skjálftar

Skjálftahrina er í gangi í grennd við Herðubreið. Sumir skjálftarnir hafa verið nokkuð stórir, eða rúmlega 3 af stærð. Hrinur hér eru ekkert til að kippa sér upp við, þar sem þær eru tíðar.  Myndin er unnin úr Skjálftavefsjá Veðurstofunnar, og sýnir  hún okkur að hrinur eru árlegur viðburður á þessum slóðum. Það vekur eiginlega furðu hvað hrinur hér gerast með reglulegu millibili, eins og myndin sýnir. Seinni myndin sýnir að það er lítilsháttar órói á óróamælinum í Öskju, sem virðist vera samfara þessum skjálftum. 

Órói undir Öskju

 Enginn óróamælir er staðsettur nær. Samt sem áður getur slíkur órói verið tengdur veðurfari.  Herðubreið hefur ekki gosið síðan í lok ísaldar, fyrir um tíu þúsund árum, og engar ungar virkar eldstöðvar eru hér í næsta nágrenni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með mælingar við öskju sem erlendir aðilar gerðu fyrir 1-2 árum og bentu til einhverra atburða á næstunni?

Kristján (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 23:00

2 Smámynd: Haraldur Sigurðsson

Ég hef áður bloggað um þetta mál, eins og sjá má hér: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1232709/

Haraldur Sigurðsson, 18.5.2012 kl. 05:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband