Silfurberg -- sólarsteinn?

IcelandSparŢegar ég var ađ alast upp, ţá man ég eftir ţvi ađ ţađ var stór og vćnn kristall af tćru silfurbergi í stofuglugganum á mörgum heimilum. Í hinum stofuglugganum var oft stytta af rjúpu eftir Guđmund frá Miđdal, sem fullkomnun af íslenskri gluggalist. Silfurberg er merkilegur steinn, enda ber ţessi kristall nafn Íslands á alţjóđamáli vísindanna og heitir ţar Iceland spar. Nú má vera, ađ silfurberg hafi veriđ enn merkilegra á söguöld en nokkurn hefur grunađ og er ţađ tengt siglingafrćđinni. Leiđarsteinn eđa seguljárn var ţekktur á ţrettándu öld, samkvćmt Hauksbók, sem er rituđ um 1300. Seguljárn áttavitans var ţví ţekkt á söguöld um 1300 en óţekkt á landnámsöld. Hverju beittu landnámsmenn til ađ finna áttir á leiđ sinni yfir Atlantshaf ţegar ekki naut sólar? Í fornbókmenntum er nokkrum sinnum getiđ um sólarstein í sambandi viđ siglingar. Ţekktast er tilfelliđ í Ólafs sögu helga, en einnig er getiđ um sólarstein í Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar og í Biskupasögum. Áriđ 1956 birti Kristján Eldjárn grein í Tímanum um sólarstein. Hann benti á ađ í máldögum kirknanna í Saurbć í Eyjafirđi, Haukadal, Hofi í Örćfum, Reykholti, Hrafngili og Reynistađarklaustri, ađ ţćr ćttu sólarstein og hefur hann greinilega veriđ dýrmćtur kirkjugripur. Elzti máldaginn sem fjallar um sólarstein er frá 1313, en hinn ymgsti frá 1408. Ekki er ljóst hvernig eđa hvers vegna sólarsteinn varđ kirkjugripur á Íslandi á miđöldum, en Kristján Eldjárn telur ađ sólarsteinn hafi veriđ brennigler, nýtt til ţess ađ safna sólargeislum og kveikja ţannig eld. Í Ólafs sögu helga er ţess getiđ hins vegar ađ međ sólarsteini vćri hćgt ađ finna sólina ţótt himinn vćri hulinn skýjum. Sólin er auđvitađ besti áttavitinn, en hvađ gerir mađur ef himinn er hulinn miklu skýjaţykkni? Áriđ 1967 stakk danski fornleifafrćđingurinn Thorkild Ramskou upp á ađ sólarsteinn víkinga hefđi veriđ kristall sem skautar sólarljós.  F1.mediumLjós frá skýjuđum himni er skautađ („pólaríserađ“) og skautunin er breytileg eftir ţví hve nćrri sólu er horft. Skautun ljóssins getur ţví gefiđ upplýsingar um hvar sólin er á bak viđ skýin. Er hćgt ađ greina hvar á himni sólin er bak viđ skýin međ ţví ađ horfa í gegnum sólarstein? Margar tegundir kristalla skauta ljós, og ţar á međal er kordíerít, sem er nokkuđ algengt á Norđurlöndunum, einnig feldspat og svo silfurberg. Nýlega birtu frakkinn Guy Ropars og félagar hans grein í riti breska Vísindafélagsins, ţar sem ţeir fjalla um rannsókn á silfurbergi og notkun ţess sem sólarsteinn. Ţeir sýna framá ađ međ silfurbergi er hćgt ađ ákvarđa átt til sólarinnar ţegar skýjađ er, og ađ skekkjan er um eđa innan viđ fimm gráđur. Nú hefur merkilegur fundur í skipsflaki frá sextándu öld aftur vakiđ umrćđu á silfurbergi og siglingalistinni. Ţađ gerđist ţegar fallegur silfubergskristall fannst í flaki frá bresku skipi viđ Alderney, sem er nyrsta eyjan í Ermasundi.  alderneySkipiđ mun hafa sokkiđ hér áriđ 1592, og er taliđ ađ silfurbergiđ hafi veriđ notađ sem sólarsteinn. Skipiđ er frá dögum Elísabetar I drottningar, og var vel vopnađ međ stórum fallbyssum. En fallbyssur orsaka segulskekkju á áttavitum sem er allt ađ 90 gráđur, og er taliđ ađ sólarsteinn hafi veriđ mikilvćgur til siglinga á skipum vopnuđum fallbyssum, ţar sem áttavitinn var gagnlaus. Sólarsteinninn frá Alderney er á myndinni hér til hliđar. Silfurbergsnáman ađ Helgustöđum í Reyđarfirđi er frćgasti fundarstađur silfurbergs á Íslandi, en einnig hefur silfurberg veriđ unniđ í Hoffellslandi í Hornafirđi. Silfurberg er afbrigđi af kalkspati, og er algent í gömlum blágrýtislögum á Íslandi ţar sem jarđhiti hefur myndađ kristallana sem útfellingar úr heitu vatni. Silfurberg er einnig algengt í öđrum löndum og ef ţetta er sólarsteinnin frćgi, ţá var hann fáanlegur víđa í Evrópu.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband